Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 08:02 Þorgeir Guðmundsson og Þórður Jónsson spiluðu leikinn með KR við Liverpool á Laugardalsvelli. Vísir/Einar Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR. Englandsmeistarar Liverpool og Íslandsmeistarar KR drógust saman í Evrópukeppni meistaraliða sumarið 1964 og voru bæði lið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og hefur nýlega fundist myndefni frá þeim leik. Annars vegar upptaka úr úr safni feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Íslands. Það myndefni rataði til Liverpool og deildi félagið hluta þess á miðlum sínum í gær. Hins vegar er filma úr dánarbúi Ólafs H Torfasonar. Vildu byrja leikinn upp á nýtt Í liði KR í leiknum voru ungir menn að nafni Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson. Mikil spenna var fyrir leiknum og voru yfir tíu þúsund manns í stúkunni á ágústkvöldi í Reykjavík. Þeir félagar halda vel utan um leikskrárnar frá leikjunum tveimur, sem eru í furðu góðu ástandi.Vísir/Einar Þeir Þorgeir og Þórður fengu í gær að sjá myndefni frá leiknum í fyrsta sinn. Um er að ræða efni úr tveimur áttum og má sjá efnið í heild hér að neðan. Fyrra myndskeiðið er frá Kvikmyndasafni Íslands, úr safni feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Klippa: KR - Liverpool árið 1964 Seinni upptakan er úr smiðju Ólafs H. Torfasonar sem var 16 ára gamall KR-ingur þegar hann tók upp efnið. Hann starfaði seinna meðal annars sem kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2. Filman fannst í dánarbúi hans. Klippa: KR - Liverpool frá Ólafi H. Torfasyni „Það er alveg frábært að sjá þetta. Ég tók eftir því sérstaklega - sem Þórður minntist á áðan - þegar var verið að skora og Bjarni Fel botnar ekki neitt í neinu,“ segir Þorgeir kátur. „Þetta rifjar upp þetta fallega sumarkvöld. Ótrúlega fallegt, með tíu þúsund manns á vellinum. En þeir þurftu nú ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, ég held það hafi liðið þrjár mínútur. Þeir voru fljótir að ná í myndefnið,“ segir Þórður. „Já, bað ekki Svenni [Sveinn Jónsson, liðsfélagi þeirra í KR] dómarann að byrja leikinn upp á nýtt? Við vorum ekki klárir í þetta,“ segir Þorgeir. Vissi meira um Púllarana en þeir sjálfir Þrátt fyrir að fótboltaefni hafi ekki verið nærri eins aðgengilegt þá og það er í dag voru einhverjir í KR-liðinu sem þekktu vel til stjarna í Liverpool-liðinu á við Roger Hunt og Ian Callaghan. Það var þökk sé útvarpssendingum breska ríkisútvarpsins, BBC. Takkaskórnir sem Þorgeir lék í gegn Liverpool á Laugardalsvelli 1964 eru enn í heilu lagi.Vísir/Einar „Einhver sagði nú að einn af okkar eldri leikmönnum, Gunnar Guðmarsson, sem var nú búinn að fylgjast með ensku knattspyrnunni í 20 ár á þessum tíma, að hann vissi meira um Liverpool-mennina en þeir sjálfir,“ segir Þórður og hlær. Stuðningmenn Liverpool fögnuðu marki Gunnars Liverpool vann leikinn í Reykjavík 5-0 þann 17. ágúst 1964, en ekki var minni upplifun fyrir KR-inga að fara í ferð til Liverpoolborgar og spila á Anfield Road mánuði síðar. Þar með urðu þeir hluti fyrsta erlenda liðsins til að spila opinberan leik í borginni. Eiginkonur KR-inga voru með í för og hlutu einnig athygli blaðamanna á staðnum.Mynd/KR „Það var náttúrulega mikið ævintýri og margt nýtt fyrir okkur þar. Við spiluðum fyrir framan mikinn áhorfendafjölda, 30 þúsund líklega. Í flóðljósum, sem fæstir okkar höfðu prófað áður. Svo var hávaðinn, lætin og stemningin eftir því,“ segir Þórður. Gunnar Felixson skoraði mark KR-inga í 6-1 tapi á Anfield þann 14. september 1964 og tóku ensku stuðningsmennirnir vel í mark hans. „Ég man það þegar Gunni Fel skoraði, þá öskruðu þeir hærra og meira en þegar Púllararnir skoruðu. Þeir kölluðu þá: Reykjavík, Reykjavík!“ segir Þorgeir. Leikmenn og fulltrúar KR fengu boð í borgarstjórabústaðinn. Þáverandi borgastjóri Liverpool-borgar Louis Caplan tók þar á móti fyrsta erlenda fótboltaliðinu sem lék þar í borg.Mynd/KR Mistóku Svein Jónsson fyrir Mick Jagger Ekki skemmdi fyrir að KR-ingarnir deildu hóteli með einni frægustu hljómsveit heims. „Það var líka ein hljómsveit á hótelinu með okkur, Rolling Stones. Við borðuðum morgunmat á borðinu við hliðina á þeim,“ segir Þorgeir. „Það er annað ævintýri í þessu að vera með þá kappa með sér á hótelinu,“ bætir Þórður við. „Þegar Svenni Jóns fór út á svalirnar í herberginu voru stelpurnar gargandi fyrir neðan. Þær héldu að hann væri Mick Jagger,“ segir Þorgeir. Margar skemmtilegar sögur rifjast upp af leiknum hér heima en ekki síður þeim úti í Liverpool. Þorgeir Guðmundsson Þórður JónssonVísir/Einar Leikmenn KR á leið upp í flugvél fyrir brottför til Liverpool fyrir 60 árum. Sjö úr KR-liðinu fara aftur til borgarinnar um helgina til að halda upp á áfangann.Mynd/KR Þeir félagar, Þorgeir og Þórður, ætla ásamt fleirum að halda upp á 60 ára áfangann um helgina. Haldið verður í ferð til Liverpool á föstudag. Alls fara sjö úr KR-liðinu frá 1964 til Liverpool auk um 30 annarra KR-inga og Púllara. Þar munu þeir sjá leik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. KR Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Englandsmeistarar Liverpool og Íslandsmeistarar KR drógust saman í Evrópukeppni meistaraliða sumarið 1964 og voru bæði lið að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og hefur nýlega fundist myndefni frá þeim leik. Annars vegar upptaka úr úr safni feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sem varðveitt er á Kvikmyndasafni Íslands. Það myndefni rataði til Liverpool og deildi félagið hluta þess á miðlum sínum í gær. Hins vegar er filma úr dánarbúi Ólafs H Torfasonar. Vildu byrja leikinn upp á nýtt Í liði KR í leiknum voru ungir menn að nafni Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson. Mikil spenna var fyrir leiknum og voru yfir tíu þúsund manns í stúkunni á ágústkvöldi í Reykjavík. Þeir félagar halda vel utan um leikskrárnar frá leikjunum tveimur, sem eru í furðu góðu ástandi.Vísir/Einar Þeir Þorgeir og Þórður fengu í gær að sjá myndefni frá leiknum í fyrsta sinn. Um er að ræða efni úr tveimur áttum og má sjá efnið í heild hér að neðan. Fyrra myndskeiðið er frá Kvikmyndasafni Íslands, úr safni feðganna Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen. Klippa: KR - Liverpool árið 1964 Seinni upptakan er úr smiðju Ólafs H. Torfasonar sem var 16 ára gamall KR-ingur þegar hann tók upp efnið. Hann starfaði seinna meðal annars sem kvikmyndagagnrýnandi á Rás 2. Filman fannst í dánarbúi hans. Klippa: KR - Liverpool frá Ólafi H. Torfasyni „Það er alveg frábært að sjá þetta. Ég tók eftir því sérstaklega - sem Þórður minntist á áðan - þegar var verið að skora og Bjarni Fel botnar ekki neitt í neinu,“ segir Þorgeir kátur. „Þetta rifjar upp þetta fallega sumarkvöld. Ótrúlega fallegt, með tíu þúsund manns á vellinum. En þeir þurftu nú ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, ég held það hafi liðið þrjár mínútur. Þeir voru fljótir að ná í myndefnið,“ segir Þórður. „Já, bað ekki Svenni [Sveinn Jónsson, liðsfélagi þeirra í KR] dómarann að byrja leikinn upp á nýtt? Við vorum ekki klárir í þetta,“ segir Þorgeir. Vissi meira um Púllarana en þeir sjálfir Þrátt fyrir að fótboltaefni hafi ekki verið nærri eins aðgengilegt þá og það er í dag voru einhverjir í KR-liðinu sem þekktu vel til stjarna í Liverpool-liðinu á við Roger Hunt og Ian Callaghan. Það var þökk sé útvarpssendingum breska ríkisútvarpsins, BBC. Takkaskórnir sem Þorgeir lék í gegn Liverpool á Laugardalsvelli 1964 eru enn í heilu lagi.Vísir/Einar „Einhver sagði nú að einn af okkar eldri leikmönnum, Gunnar Guðmarsson, sem var nú búinn að fylgjast með ensku knattspyrnunni í 20 ár á þessum tíma, að hann vissi meira um Liverpool-mennina en þeir sjálfir,“ segir Þórður og hlær. Stuðningmenn Liverpool fögnuðu marki Gunnars Liverpool vann leikinn í Reykjavík 5-0 þann 17. ágúst 1964, en ekki var minni upplifun fyrir KR-inga að fara í ferð til Liverpoolborgar og spila á Anfield Road mánuði síðar. Þar með urðu þeir hluti fyrsta erlenda liðsins til að spila opinberan leik í borginni. Eiginkonur KR-inga voru með í för og hlutu einnig athygli blaðamanna á staðnum.Mynd/KR „Það var náttúrulega mikið ævintýri og margt nýtt fyrir okkur þar. Við spiluðum fyrir framan mikinn áhorfendafjölda, 30 þúsund líklega. Í flóðljósum, sem fæstir okkar höfðu prófað áður. Svo var hávaðinn, lætin og stemningin eftir því,“ segir Þórður. Gunnar Felixson skoraði mark KR-inga í 6-1 tapi á Anfield þann 14. september 1964 og tóku ensku stuðningsmennirnir vel í mark hans. „Ég man það þegar Gunni Fel skoraði, þá öskruðu þeir hærra og meira en þegar Púllararnir skoruðu. Þeir kölluðu þá: Reykjavík, Reykjavík!“ segir Þorgeir. Leikmenn og fulltrúar KR fengu boð í borgarstjórabústaðinn. Þáverandi borgastjóri Liverpool-borgar Louis Caplan tók þar á móti fyrsta erlenda fótboltaliðinu sem lék þar í borg.Mynd/KR Mistóku Svein Jónsson fyrir Mick Jagger Ekki skemmdi fyrir að KR-ingarnir deildu hóteli með einni frægustu hljómsveit heims. „Það var líka ein hljómsveit á hótelinu með okkur, Rolling Stones. Við borðuðum morgunmat á borðinu við hliðina á þeim,“ segir Þorgeir. „Það er annað ævintýri í þessu að vera með þá kappa með sér á hótelinu,“ bætir Þórður við. „Þegar Svenni Jóns fór út á svalirnar í herberginu voru stelpurnar gargandi fyrir neðan. Þær héldu að hann væri Mick Jagger,“ segir Þorgeir. Margar skemmtilegar sögur rifjast upp af leiknum hér heima en ekki síður þeim úti í Liverpool. Þorgeir Guðmundsson Þórður JónssonVísir/Einar Leikmenn KR á leið upp í flugvél fyrir brottför til Liverpool fyrir 60 árum. Sjö úr KR-liðinu fara aftur til borgarinnar um helgina til að halda upp á áfangann.Mynd/KR Þeir félagar, Þorgeir og Þórður, ætla ásamt fleirum að halda upp á 60 ára áfangann um helgina. Haldið verður í ferð til Liverpool á föstudag. Alls fara sjö úr KR-liðinu frá 1964 til Liverpool auk um 30 annarra KR-inga og Púllara. Þar munu þeir sjá leik Liverpool og Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
KR Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira