Lækkun gjalda fyrir barnafjölskyldur í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa 17. september 2024 07:00 Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru af þessu kjörtímabili hafa gjöld barnafjölskyldna fyrir þjónustu sem Hveragerðisbær veitir lækkað verulega. Fyrir vísitölufjölskyldu með eitt barn á leikskóla og eitt í grunnskóla má áætla að náðst hafi að létta byrðar þeirra um kr. 200.000 á ári frá árinu 2022. Leikskólagjöld hafa lækkað um 30% Strax eftir kosningar 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022, haustið 2023 var samþykkt að bæta við annarri klukkustund við og nú frá 1. september 2024 eru gjaldfrjálsar klukkustundir fyrir alla árganga í leikskólum bæjarins orðnar þrjár talsins. Frá sumrinu 2022 hafa leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun farið úr kr. 29.256 í kr. 20.500 sem gerir 30% lækkun á tveimur árum. Ef við tökum hækkun verðlags á tímabilinu inn í reikninginn að þá væri lækkunin um 38% á verðlagi dagsins í dag. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar mun svo bæta enn í og í lok kjörtímabilsins verða gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum Hveragerðisbæjar orðnar sex talsins. Hveragerðismódelið í leikskólamálum gengur út á að lækka gjöld barnafjölskyldna sem og að jafna stöðu þeirra svo að öll börn hafi tækifæri til að sækja fyrsta skólastigið. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% Í upphafi þessa kjörtímabils var frístundastyrkur Hveragerðisbæjar kr. 26.000. Árið 2023 var frístundastyrkurinn hækkaður í kr. 32.000 og var það fyrsta hækkunin í tvö ár. Í byrjun þessa árs fór hann í kr. 38.000 og hefur því hækkunin á þessu kjörtímabili numið 46%. Gert er ráð fyrir að í byrjun næsta árs verði frístundastyrkurinn orðinn kr. 44.000 og árið 2026 kr. 50.000. Frístundastyrkurinn í Hveragerði er fyrir öll börn í bænum frá 0-17 ára og er til þess að gefa öllum börnum tækifæri á að stunda fjölbreyttar frístundir eftir þeirra þörfum og áhuga. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Í sumar samþykkti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar að skólamáltíðir í grunnskólanum yrðu gjaldfrjálsar frá og með því skólaári sem nú er hafið. Ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hjá öllum sveitarfélögum eru tilkomnar til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta árlegt framlag úr ríkissjóði til sveitarfélaga sem bjóða öllum skólabörnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir en sveitarfélögin sjálf munu svo jafnframt leggja sitt af mörkum í verkefnið. Á vormisseri 2024 var gjald fyrir hverja skólamáltíð kr. 500 fyrir hvert grunnskólabarn í Hveragerði. Á hverju skólaári eru 180 skóladagar og því var kostnaður fyrir hvert barn sem var alla skóladaga í skólamáltíð kr. 90.000 á ári. Þetta er kostnaður sem fjölskyldur grunnskólabarna í bænum þurfa því ekki lengur að standa straum af. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður bæjarráðsHalldór Benjamín Hreinsson, forseti bæjarstjórnarJóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúiNjörður Sigurðsson, bæjarfulltrúiSandra Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru af þessu kjörtímabili hafa gjöld barnafjölskyldna fyrir þjónustu sem Hveragerðisbær veitir lækkað verulega. Fyrir vísitölufjölskyldu með eitt barn á leikskóla og eitt í grunnskóla má áætla að náðst hafi að létta byrðar þeirra um kr. 200.000 á ári frá árinu 2022. Leikskólagjöld hafa lækkað um 30% Strax eftir kosningar 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022, haustið 2023 var samþykkt að bæta við annarri klukkustund við og nú frá 1. september 2024 eru gjaldfrjálsar klukkustundir fyrir alla árganga í leikskólum bæjarins orðnar þrjár talsins. Frá sumrinu 2022 hafa leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun farið úr kr. 29.256 í kr. 20.500 sem gerir 30% lækkun á tveimur árum. Ef við tökum hækkun verðlags á tímabilinu inn í reikninginn að þá væri lækkunin um 38% á verðlagi dagsins í dag. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar mun svo bæta enn í og í lok kjörtímabilsins verða gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum Hveragerðisbæjar orðnar sex talsins. Hveragerðismódelið í leikskólamálum gengur út á að lækka gjöld barnafjölskyldna sem og að jafna stöðu þeirra svo að öll börn hafi tækifæri til að sækja fyrsta skólastigið. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% Í upphafi þessa kjörtímabils var frístundastyrkur Hveragerðisbæjar kr. 26.000. Árið 2023 var frístundastyrkurinn hækkaður í kr. 32.000 og var það fyrsta hækkunin í tvö ár. Í byrjun þessa árs fór hann í kr. 38.000 og hefur því hækkunin á þessu kjörtímabili numið 46%. Gert er ráð fyrir að í byrjun næsta árs verði frístundastyrkurinn orðinn kr. 44.000 og árið 2026 kr. 50.000. Frístundastyrkurinn í Hveragerði er fyrir öll börn í bænum frá 0-17 ára og er til þess að gefa öllum börnum tækifæri á að stunda fjölbreyttar frístundir eftir þeirra þörfum og áhuga. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Í sumar samþykkti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar að skólamáltíðir í grunnskólanum yrðu gjaldfrjálsar frá og með því skólaári sem nú er hafið. Ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hjá öllum sveitarfélögum eru tilkomnar til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta árlegt framlag úr ríkissjóði til sveitarfélaga sem bjóða öllum skólabörnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir en sveitarfélögin sjálf munu svo jafnframt leggja sitt af mörkum í verkefnið. Á vormisseri 2024 var gjald fyrir hverja skólamáltíð kr. 500 fyrir hvert grunnskólabarn í Hveragerði. Á hverju skólaári eru 180 skóladagar og því var kostnaður fyrir hvert barn sem var alla skóladaga í skólamáltíð kr. 90.000 á ári. Þetta er kostnaður sem fjölskyldur grunnskólabarna í bænum þurfa því ekki lengur að standa straum af. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður bæjarráðsHalldór Benjamín Hreinsson, forseti bæjarstjórnarJóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúiNjörður Sigurðsson, bæjarfulltrúiSandra Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun