Íslenski boltinn

Frá Akur­eyri í Meistara­deild Asíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, og Lara Ivanusa í sumar.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, og Lara Ivanusa í sumar. Vísir/Diego

Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð.

Bæði Kulis og Ivanusa gengu í raðir Þórs/KA fyrir leiktíðina sem er senn að ljúka og hafa spilað nokkuð stórt hlutverk á Akureyri. Liðið er í harðri barátt um 3. sæti Bestu deildarinnar en toppliðin tvö eru stungin af.

Þór/KA hefur hins vegar ekki viljað standa í vegi fyrir ævintýri Kulis og Ivanusa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og því leyft þeim að yfirgefa Akureyri.

Kulis kom við sögu í 15 leikjum í deild og tveimur í bikar fyrir Þór/KA í sumra. Ivanusa kom við sögu í 14 leikjum í deild og tveimur í bikar. Þá skoraði hún tvö deildarmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×