Flýta göngum til að forða fé af fjöllum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. september 2024 22:32 Svona var staðan í Skagafirði í dag. guðjón magnússon Appelsínugular viðvaranir hafa tekið gildi á Norðurlandi og varað er við miklu hvassviðri og snjókomu þar til klukkan níu í fyrramálið. Bændur hafa hafist handa við að koma fé af fjöllum. Búist er við samgöngutruflunum og ekki er mælt með ferðalögum á svæðinu. Þá eru gular viðvaranir í gildi á Austurlandi og Miðhálendinu til miðnættis annað kvöld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðursins á Ströndum og Norðurlandi og fólk er beðið um að fylgjast vel með spánni. Upplýsingum um veðrið hefur einnig verið beint til ferðamanna sem eru hvattir til að aðlaga eða breyta ferðaáætlunum sínum eftir atvikum. Bændur flýttu göngum til að koma fé af fjöllum. Þorvarður Ingimarsson fjallskilastjóri í Fljótsdalshreppi er einn þeirra sem hafa staðið í ströngu í dag. „Við vorum inn við Snæfell að smala og það gekk bara vel. Það var fyrirhugað að byrja í dag en við ákváðum að flýta þessu og byrja að smala í gær. Við erum þá búnir að smala í tvo daga núna og það gekk bara ágætlega. Þó það væri versnandi veður í dag, þá sleppur þetta alveg,“ segir Þorvarður. Veðrið segir hann að sé ágætt enn, það er að segja inni í sveit. „En það var farið að snjóa og orðið töluvert hvasst uppi á heiði, þegar ég kom niður. Það er versnandi veður á heiðinni og full ástæða til þess að ná fénu af hæstu hæðum.“ Vetrarlegt er það.guðjón magnússon Bændur voru samt sem áður við því búnir að þurfa að taka féð niður. Það seti því ekki strik í reikninginn. „Það er mun einfaldari aðgerð að flýta þessu og fara fyrr af stað. En við förum ekki af stað á morgun og vonandi getum við farið á miðvikudaginn.“ Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Búist er við samgöngutruflunum og ekki er mælt með ferðalögum á svæðinu. Þá eru gular viðvaranir í gildi á Austurlandi og Miðhálendinu til miðnættis annað kvöld. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna veðursins á Ströndum og Norðurlandi og fólk er beðið um að fylgjast vel með spánni. Upplýsingum um veðrið hefur einnig verið beint til ferðamanna sem eru hvattir til að aðlaga eða breyta ferðaáætlunum sínum eftir atvikum. Bændur flýttu göngum til að koma fé af fjöllum. Þorvarður Ingimarsson fjallskilastjóri í Fljótsdalshreppi er einn þeirra sem hafa staðið í ströngu í dag. „Við vorum inn við Snæfell að smala og það gekk bara vel. Það var fyrirhugað að byrja í dag en við ákváðum að flýta þessu og byrja að smala í gær. Við erum þá búnir að smala í tvo daga núna og það gekk bara ágætlega. Þó það væri versnandi veður í dag, þá sleppur þetta alveg,“ segir Þorvarður. Veðrið segir hann að sé ágætt enn, það er að segja inni í sveit. „En það var farið að snjóa og orðið töluvert hvasst uppi á heiði, þegar ég kom niður. Það er versnandi veður á heiðinni og full ástæða til þess að ná fénu af hæstu hæðum.“ Vetrarlegt er það.guðjón magnússon Bændur voru samt sem áður við því búnir að þurfa að taka féð niður. Það seti því ekki strik í reikninginn. „Það er mun einfaldari aðgerð að flýta þessu og fara fyrr af stað. En við förum ekki af stað á morgun og vonandi getum við farið á miðvikudaginn.“
Veður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira