Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 09:32 Yahya Al-Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna og fimm aðrir voru ákræðir. EPA/MOHAMMED SABER Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gær ákærur á hendur Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, og annarra leiðtoga samtakanna. Er það vegna árásanna á Ísrael þann 7. október í fyrra en ákærurnar snúast meðal annars að morðum, mannránum og hryðjuverkastarfsemi. Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26
Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41