Berjaforkólfar fyrir dóm vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 10:22 Finnar taka ber og berjatínslu afar alvarlega. Vísir/Getty Réttarhöld yfir forstjóra stærsta berjafyrirtækis Finnlands og taílenskum viðskiptafélaga hans vegna mansals á berjatínslufólki hófust í Lapplandi í dag. Slæmur aðbúnaður farandverkamanna í finnska berjaiðnaðinum hefur verið í brennidepli síðustu ár. Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð. Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Berjatínsla er stór iðnaður í Finnlandi en hann hefur lengi reitt sig á innflutt árstíðabundið vinnuafl, oft frá Taílandi. Ásakanir um gróft mansal í iðnaðinum hafa skotið upp kollinum með lýsingum á ömurlegum aðstæðum erlendra starfsmanna sem eru upp á náð og miskunn vinnuveitenda sinna komnir. Málið sem var tekið fyrir í morgun er gegn Vernu Vasunta, forstjóra Kiantama, stærsta berjafyrirtækis Finnlands, og Kalyakorn „Durian“ Phongpit, taílenskum viðskiptafélaga hans. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt mansal í 62 liðum en neita báðir sök, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Mennirnir eru sakaðir um að halda taílenskum starfsmönnum í nauðungarvinnu og hýsa þá við ómannúðlegar aðstæður á nokkrum stöðum í Finnlandi á berjatínslutímabili árið 2022. Saksóknari fer fram á þriggja til fjögurra ára fangelsisdóm yfir þeim. Berjatínslufólkið er sagt hafa verið í skuld við fyrirtækið þegar það kom til landsins en fyrirtækið hafi svo ofrokkað það fyrir flugferðir, vegabréfsáritanir og uppihald. Fengu ekki að fara í sturtu og boðið upp á laxahausa Verjendur mannanna tveggja hafa haldið því fram að berjatínslufólkið hafi sóst eftir því að komast til Finnlands gagngert til þess að reyna að fá hæli þar sem fórnarlömb mansals. Fyrrverandi forstjóri annars berjafyrirtækis, Polarica, sæti einnig ákæru fyrir stórfellt mansal. Við réttarhöld í því máli í sumar kom fram að berjatínslufólk hafi stundum ekki staðið til boða að þrífa sig. Þá hafi því verið boðið upp á soðna kjúklingaleggi, laxahausa og hráa lifur að borða sem það þurfti engu að síður að greiða fyrirtækinu fyrir. Dæmi voru um að fólk fengi matareitrun af því að borða laxahausana. Starfsfólkinu hafi svo verið hótað því að ef það kvartaði undan aðbúnaðinum yrði það sett á bannlista og fengi ekki að koma aftur á næstu berjatínsluvertíð.
Finnland Mansal Erlend sakamál Ber Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira