Vextir án vaxtar Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. september 2024 15:00 Stýrivaxtastefna Seðlabankans (hávaxtastefnan) hefur reynst heimilum landsins og fyrirtækjum erfiður ljár í þúfu. Hávaxtastefnan kyndir undir og viðheldur hárri verðbólgu. Hávaxtastefnan hækkar verð á vörum og þjónustu ekki einungis á markaði heldur einnig hjá opinberum aðilum. Hávaxtastefnan veldur minna framboði á þegar sveltum húsnæðismarkaði auk þess að hækka mjög byggingakostnað og þar með húsnæðisverð. Fasteignamarkaðurinn er við frostmark vegna vaxtaáþjánarinnar þrátt fyrir mikla húsnæðisþörf. Hávaxtastefnan virðist ekki byggja á aðstæðum í hagkerfinu á hverjum tíma heldur virðast ákvarðanir vera teknar á pólitískum forsendum eða af löngun seðlabankastjóra til að sýna mátt sinn og megin. Fyrir nokkru kom í fram í dagsljósið að ekki er einhugur innan S.Í. um hávaxtastefnuna. Lét einn aðstoðarseðlabanki af störfum vegna ágreiningsins. Hávaxtastefnan er byggð á misskilningi um að háir vextir vinni gegn verðbólgu. Þeir sem reka heimili og fyrirtæki vita betur. Einnig tók Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sem var á landinu fyrir nokkru síðan í sama streng. Taldi hann hjarðhegðun margra seðlabankastjóra heimsins hafa leitt þá á villigötur í vaxtaákvörðunum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerði reyndar lítið úr málflutningi Nóbelsverðlaunahafans án þess að vilja senda hann í endurmenntun eins og stalla hennar forðum. Fleiri marktækir einstaklingar hafa viðrað svipaðar skoðanir. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð heldur tilraun Seðlabankans áfram og heimili og fyrirtæki landsins engjast eins og skordýr á prjóni. Munur milli stýrivaxta, 9,25%, og verðbólgu, 6%, er óvíða meiri. Forsendur til vaxtalækkana hafa legið fyrir alllengi en ákvarðanir virðast ekki hafa verið teknar af ástæðum sem skýrast af hagtölum eða ástandi efnahagsmála. Talað var um í véfréttastíl að fyrst að afloknum kjarasamningum sé hægt að lækka vexti. Nú er þó nokkur tími liðinn síðan hóflegir kjarasamningar voru gerðir við þorra launafólks. Enn bólar ekki á vaxtalækkunum. Seðlabankastjóri hefur m.a. vísað til kjarasamninganna sem ástæðu fyrir að ekki er hægt að lækka vexti. Vaxtastigið kemur í veg fyrir lækkun verðbólgu og þeir sem helst nærast á verðbólgunni skirrast við að lækka vöruverð. Meðvirkir hagfræðingar hafa stungið upp kollinum og sagt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar hafi lækkað nokkuð. Út af fyrir sig rétt en við búum við kerfi sem mælir húsnæðiskostnað sem neyslu. Við núverandi ástand á húsnæðismarkaði og uppsafnaða þörf á byggingum tekur u.þ.b. tíu ár að ná jafnvægi. Við erum því ofurseld hárri verðbólgu næstu árin ef ekki verður stefnubreyting í Seðlabankanum. Skuldsettir húsnæðiseigendur hafa hrakist í gamla farið sem eru verðtryggð lán og munu þar með greiða húseignir sínar þrem sinnum á lánstímanum. Um leið og verðtryggðum lánum stórfjölgar sljóvgast stýrivextir sem vopn gegn verðbólgu. Seðlabankastjórinn og hirðin hafa því skapað vítahring fyrir bankann með háum stýrivöxtum. Óvíst er hvernig sá vítahringur verður rofinn. Seðlabankastjóri hefur fallið í sömu gryfju og forveri hans að persónugera baráttuna gegn verðbólgu og detta í fimmaurabrandara skýringar þegar illa gengur. Það er skiljanlegt að bankastjórinn fari sjaldan út að borða eins og fram kom í orðum hans nýlega þegar hann er búinn að endurnýja mötuneyti seðlabankans fyrir milljónahundruð. Yfirlýsing hans og ummæli um veitingageirann eru dæmi um mann sem er ekki í tengslum við veruleikann. Ummæli seðlabankastjóra um byggingariðnaðinn hafa skiljanlega einnig fallið í grýttan jarðveg. Fáir embættismenn ef nokkrir hafa sömu áhrif og seðlabankastjóri. Enginn hefur kosið hann til verka en hann situr í skjóli ríkisstjórnar. Hugsanlega þarf að skerpa á lögum um Seðlabankann og auka jarðtengingu hans og stjórnenda hans. Virða ber seðlabankastjóranum og hirðinni til vorkunnar að búa eins og aðrir landsmenn við grútmáttlausa og verklitla ríkisstjórn sem hefur ekki burði og þor til að taka til í ríkisrekstri. Fjáraustur ríkisstjórnarinnar er fáheyrður en verra er að hann er stefnulaus og fer einkum í að efla og seðja sístækkandi ríkisbákn. Við slíkar aðstæður er öllum vandlifað einnig seðlabankastjóra. Það breytir ekki því að Seðlabankinn hefur ákveðnar skyldur til að sýna frumkvæði og veita fjármálaöflum nauðsynlegt aðhald. Það kemur ekki á óvart að þeir sem ganga harðast fram í stuðningi við hávaxtastefnuna eru fulltrúar fjármagnsins sem nærast á háu vaxtastigi eins og púkar á fjósbita. (Sviðin) jörð kallar því Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og spyr að eftirtöldu: Hversu lítill þarf hagvöxtur að verða áður en stýrivextir verða leiðréttir? Hversu mikð þarf atvinnuleysi að verða áður en stýrivextir verða leiðréttir? Hversu mörg heimili þurfa að lenda í vanskilum áður en stýrivextir verða leiðréttir? Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Stýrivaxtastefna Seðlabankans (hávaxtastefnan) hefur reynst heimilum landsins og fyrirtækjum erfiður ljár í þúfu. Hávaxtastefnan kyndir undir og viðheldur hárri verðbólgu. Hávaxtastefnan hækkar verð á vörum og þjónustu ekki einungis á markaði heldur einnig hjá opinberum aðilum. Hávaxtastefnan veldur minna framboði á þegar sveltum húsnæðismarkaði auk þess að hækka mjög byggingakostnað og þar með húsnæðisverð. Fasteignamarkaðurinn er við frostmark vegna vaxtaáþjánarinnar þrátt fyrir mikla húsnæðisþörf. Hávaxtastefnan virðist ekki byggja á aðstæðum í hagkerfinu á hverjum tíma heldur virðast ákvarðanir vera teknar á pólitískum forsendum eða af löngun seðlabankastjóra til að sýna mátt sinn og megin. Fyrir nokkru kom í fram í dagsljósið að ekki er einhugur innan S.Í. um hávaxtastefnuna. Lét einn aðstoðarseðlabanki af störfum vegna ágreiningsins. Hávaxtastefnan er byggð á misskilningi um að háir vextir vinni gegn verðbólgu. Þeir sem reka heimili og fyrirtæki vita betur. Einnig tók Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði sem var á landinu fyrir nokkru síðan í sama streng. Taldi hann hjarðhegðun margra seðlabankastjóra heimsins hafa leitt þá á villigötur í vaxtaákvörðunum. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerði reyndar lítið úr málflutningi Nóbelsverðlaunahafans án þess að vilja senda hann í endurmenntun eins og stalla hennar forðum. Fleiri marktækir einstaklingar hafa viðrað svipaðar skoðanir. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð heldur tilraun Seðlabankans áfram og heimili og fyrirtæki landsins engjast eins og skordýr á prjóni. Munur milli stýrivaxta, 9,25%, og verðbólgu, 6%, er óvíða meiri. Forsendur til vaxtalækkana hafa legið fyrir alllengi en ákvarðanir virðast ekki hafa verið teknar af ástæðum sem skýrast af hagtölum eða ástandi efnahagsmála. Talað var um í véfréttastíl að fyrst að afloknum kjarasamningum sé hægt að lækka vexti. Nú er þó nokkur tími liðinn síðan hóflegir kjarasamningar voru gerðir við þorra launafólks. Enn bólar ekki á vaxtalækkunum. Seðlabankastjóri hefur m.a. vísað til kjarasamninganna sem ástæðu fyrir að ekki er hægt að lækka vexti. Vaxtastigið kemur í veg fyrir lækkun verðbólgu og þeir sem helst nærast á verðbólgunni skirrast við að lækka vöruverð. Meðvirkir hagfræðingar hafa stungið upp kollinum og sagt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar hafi lækkað nokkuð. Út af fyrir sig rétt en við búum við kerfi sem mælir húsnæðiskostnað sem neyslu. Við núverandi ástand á húsnæðismarkaði og uppsafnaða þörf á byggingum tekur u.þ.b. tíu ár að ná jafnvægi. Við erum því ofurseld hárri verðbólgu næstu árin ef ekki verður stefnubreyting í Seðlabankanum. Skuldsettir húsnæðiseigendur hafa hrakist í gamla farið sem eru verðtryggð lán og munu þar með greiða húseignir sínar þrem sinnum á lánstímanum. Um leið og verðtryggðum lánum stórfjölgar sljóvgast stýrivextir sem vopn gegn verðbólgu. Seðlabankastjórinn og hirðin hafa því skapað vítahring fyrir bankann með háum stýrivöxtum. Óvíst er hvernig sá vítahringur verður rofinn. Seðlabankastjóri hefur fallið í sömu gryfju og forveri hans að persónugera baráttuna gegn verðbólgu og detta í fimmaurabrandara skýringar þegar illa gengur. Það er skiljanlegt að bankastjórinn fari sjaldan út að borða eins og fram kom í orðum hans nýlega þegar hann er búinn að endurnýja mötuneyti seðlabankans fyrir milljónahundruð. Yfirlýsing hans og ummæli um veitingageirann eru dæmi um mann sem er ekki í tengslum við veruleikann. Ummæli seðlabankastjóra um byggingariðnaðinn hafa skiljanlega einnig fallið í grýttan jarðveg. Fáir embættismenn ef nokkrir hafa sömu áhrif og seðlabankastjóri. Enginn hefur kosið hann til verka en hann situr í skjóli ríkisstjórnar. Hugsanlega þarf að skerpa á lögum um Seðlabankann og auka jarðtengingu hans og stjórnenda hans. Virða ber seðlabankastjóranum og hirðinni til vorkunnar að búa eins og aðrir landsmenn við grútmáttlausa og verklitla ríkisstjórn sem hefur ekki burði og þor til að taka til í ríkisrekstri. Fjáraustur ríkisstjórnarinnar er fáheyrður en verra er að hann er stefnulaus og fer einkum í að efla og seðja sístækkandi ríkisbákn. Við slíkar aðstæður er öllum vandlifað einnig seðlabankastjóra. Það breytir ekki því að Seðlabankinn hefur ákveðnar skyldur til að sýna frumkvæði og veita fjármálaöflum nauðsynlegt aðhald. Það kemur ekki á óvart að þeir sem ganga harðast fram í stuðningi við hávaxtastefnuna eru fulltrúar fjármagnsins sem nærast á háu vaxtastigi eins og púkar á fjósbita. (Sviðin) jörð kallar því Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og spyr að eftirtöldu: Hversu lítill þarf hagvöxtur að verða áður en stýrivextir verða leiðréttir? Hversu mikð þarf atvinnuleysi að verða áður en stýrivextir verða leiðréttir? Hversu mörg heimili þurfa að lenda í vanskilum áður en stýrivextir verða leiðréttir? Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun