Gagnrýndi mótafyrirkomulagið en vann síðan 3,5 milljarða Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 22:46 Scheffler fagnar með FedEx-bikarinn á lofti. Vísir/Getty Scottie Scheffler fór með sigur af hólmi á lokamóti PGA-mótaraðarinnar en mótinu lauk nú í kvöld. Á þessu lokamóti mótaraðarinnar, sem kallast FedEx-mótið, er spilað um gríðarlega háar peningaupphæðir. Áður fór þessi upphæð til sigurvegara mótaraðarinnar en í ár var fyrirkomulagið þannig að Scheffler, sem var langefstur fyrir mótið, fékk tveggja högga forskot á aðra keppendur. Þetta var Scheffler ekki sáttur með og gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega í vikunni og vildi meina að góður árangur yfir allt tímabilið ætti að telja meira. Scottie Scheffler is the 2024 #FedExCup champion! 🏆His win @TOURChamp is his SEVENTH this year, the most in a season since 2007. pic.twitter.com/UiZyzrkBrt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 1, 2024 Þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á Scheffler. Hann sannaði yfirburði sína á þessu ári og vann nokkuð öruggan sigur á lokamótinu í Atlanta. Hann lauk keppni á 30 höggum undir pari en Collin Morikawa varð í 2. sæti á 26 höggum undir pari. Scheffler virtist ætla að gera mótið spennandi eftir að hafa klikkað illilega á 8. braut og þá skildu bara tvö högg hann og Morikawa að. Scheffler svaraði hins vegar eins og meistarar gera, náði þremur fuglum í röð og svo náði hann erni á fjórtándu braut. Eftir það var aldrei spurning hver yrði sigurvegari og Scheffler var vitaskuld ánægður eftir mótið. Scottie Scheffler earned $62,228,357 in total PGA Tour money this year.That's ...• $3.3M per tournament• $830K per round• $12K per shot• $3K per minute on the course* Insane, insane stuff.*assuming 4.5 hour rounds— Kyle Porter (@KylePorterCBS) September 1, 2024 „Það var auðvitað ekki gott að klúðra þessu höggi en ég átti síðan gott upphafshögg á 9. braut og náði fugli. Síðan rúllaði þetta bara áfram,“ sagði Scheffler eftir leik. Eins og áður segir eru gríðarlega háar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar. Scheffler fær hvorki meira né minna en tæplega 3,5 milljarða króna í vasann. „Ég er stoltur af vinnunni hjá mér og mínu liði. Það er erfitt að lýsa því hvernig þetta ár hefur verið, það hefur klárlega verið tilfinningaríkt og viðburðaríkt utan vallar,“ en Schefler varð faðir fyrr á árinu. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Á þessu lokamóti mótaraðarinnar, sem kallast FedEx-mótið, er spilað um gríðarlega háar peningaupphæðir. Áður fór þessi upphæð til sigurvegara mótaraðarinnar en í ár var fyrirkomulagið þannig að Scheffler, sem var langefstur fyrir mótið, fékk tveggja högga forskot á aðra keppendur. Þetta var Scheffler ekki sáttur með og gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega í vikunni og vildi meina að góður árangur yfir allt tímabilið ætti að telja meira. Scottie Scheffler is the 2024 #FedExCup champion! 🏆His win @TOURChamp is his SEVENTH this year, the most in a season since 2007. pic.twitter.com/UiZyzrkBrt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 1, 2024 Þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á Scheffler. Hann sannaði yfirburði sína á þessu ári og vann nokkuð öruggan sigur á lokamótinu í Atlanta. Hann lauk keppni á 30 höggum undir pari en Collin Morikawa varð í 2. sæti á 26 höggum undir pari. Scheffler virtist ætla að gera mótið spennandi eftir að hafa klikkað illilega á 8. braut og þá skildu bara tvö högg hann og Morikawa að. Scheffler svaraði hins vegar eins og meistarar gera, náði þremur fuglum í röð og svo náði hann erni á fjórtándu braut. Eftir það var aldrei spurning hver yrði sigurvegari og Scheffler var vitaskuld ánægður eftir mótið. Scottie Scheffler earned $62,228,357 in total PGA Tour money this year.That's ...• $3.3M per tournament• $830K per round• $12K per shot• $3K per minute on the course* Insane, insane stuff.*assuming 4.5 hour rounds— Kyle Porter (@KylePorterCBS) September 1, 2024 „Það var auðvitað ekki gott að klúðra þessu höggi en ég átti síðan gott upphafshögg á 9. braut og náði fugli. Síðan rúllaði þetta bara áfram,“ sagði Scheffler eftir leik. Eins og áður segir eru gríðarlega háar peningaupphæðir í boði fyrir sigurvegara mótaraðarinnar. Scheffler fær hvorki meira né minna en tæplega 3,5 milljarða króna í vasann. „Ég er stoltur af vinnunni hjá mér og mínu liði. Það er erfitt að lýsa því hvernig þetta ár hefur verið, það hefur klárlega verið tilfinningaríkt og viðburðaríkt utan vallar,“ en Schefler varð faðir fyrr á árinu.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira