Ein óvæntustu úrslit sögunnar: „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Carlos Alcaraz tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna í París og er nú úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í annarri umferð. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Carlos Alcaraz er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis eftir mjög óvænt tap á móti Hollendingnum Botic Van De Zandschulp í annarri umferð í nótt. Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Tennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Tennis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira