Leitar vitna vegna ógnandi tilburða óþolinmóðs ökumanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 22:28 Sandra Rós segir fólk ekki mega komast upp með slíka hegðun. Vísir/Samsett Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir var í dag í brautarvörslu á Seltjarnarnesi vegna Reykjavíkurmaraþonsins þegar óþolinmóður bílstjóri ók utan í hana með þeim afleiðingum að eitthvað small í hnénu á henni. Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“ Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“
Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira