Heimir: Valsmenn fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2024 20:45 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennskuna Vísir/Anton Brink FH gerði 2-2 jafntefli gegn Val í annað skiptið á tímabilinu. Leikurinn var mikill rússíbani og bæði lið skoruðu í uppbótartímanum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðu liðsins. „Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
„Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira