Hvers virði eru þeir sem mennta þjóðina? Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 13. ágúst 2024 07:32 Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Við sem höfum valið þá leið að sinna menntun einstaklinga allt frá leikskóla og upp í háskóla köllumst kennarar. Við gegnum því lykilhlutverki að mennta og stuðla að alhliða þroska nemenda. Við veitum leiðsögn, deilum okkar þekkingu og styðjum einstaklinga til aukins þroska bæði sem einstaklingar og virkir samfélagsþegnar. Ég á mér þá ósk að ímynd kennarastarfsins endurspegli þessa mikilvægu ábyrgð sem okkur er falin og að virðing sé borin fyrir því mikilvæga starfi sem við leggjum af mörkum. Því tel ég afar nauðsynlegt að samfélagið bæði virði okkur og styðji sem sérfræðinga í kennslu þar sem þekking okkar og hæfni gerir það mögulegt að bæta árangur innan menntastofnana. Menntun er grunnstoð samfélagsins og við sem hér búum höfum sammælst um að tryggja að öll börn fái þá menntun sem þau eiga rétt á. Til að tryggja að allir nemendur fái bestu mögulegu menntun, þarf að fjárfesta í kennurum. Allir nemendur eiga skilið að fá að njóta fagmennsku og stöðugleika í sínu námi, sem einungis er hægt að tryggja með því að styðja við bakið á kennurum. Fjárfesting í kennurum felur í sér að tryggja þeim sanngjörn laun, góða starfsaðstöðu og möguleika á stöðugri starfsþróun. Þeir sem hafa fagmenntað sig til þess að veita nemendum gæða menntun eiga skilið virðingu og gott umtal þar sem fagleg sérþekking er metin til jafns við aðra fagmenntun. Menntun er ein besta langtímafjárfesting sem samfélag getur ráðist í. Arðsemi menntunar er augljós þegar horft er til fjárfestingar þar sem vel menntaður einstaklingur á auðveldara með að fá vel metin störf, fá hærri laun og taka þannig jákvæðan þátt í hagkerfinu. Því meiri fjárfesting sem fer í menntakerfið, þeim mun meiri verður ávinningur samfélagsins til lengri tíma litið. Kennarar, sem eru sérfræðingar í kennslu, eru lykilinn að því að þessi fjárfesting skili sér í raunverulegum árangri. Þegar við horfum björtum augum til framtíðar, verðum við að muna að góð menntun er undirstaða fyrir þróun og velmegun samfélagsins, þar spila kennarar lykilhlutverk. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við betri menntun fyrir alla nemendur og styrkjum framtíð landsins. Höfundur er sérkennari í framhaldsskóla og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun