Gleðilega hinsegin daga – um allt land Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. ágúst 2024 06:30 Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er. Það er ekki bara á blettinum í kringum Reykjavík þar sem hinsegin gróska ríkir. Hinsegin félög hafa verið stofnuð á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi og standa fyrir öflugu starfi. Forsvarsmenn þessara félaga eru miklir frumkvöðlar og forystufólk og minna okkur á að við eigum öll rétt á að vera eins og við erum – í heimabyggð og hvar sem við komum. Sá veruleiki að hinsegin fólk þurfi að flytja búferlum til að geta komið út úr skápnum á að vera liðin tíð. Í lok júní hélt Hinsegin Vesturland stórglæsilega Hinsegin hátíð í Borgarnesi og var ég þess heiðurs aðnjótandi að flytja þar ávarp. Ég ólst sjálfur upp á Mýrunum í næsta nágrenni Borgarness og mér þótti mjög vænt um að sjá allan stuðninginn sem samfélagið þar sýnir hinsegin fólki. Mætingin var frábær og bærinn undirlagður af regnbogafánanum og öðrum merkjum hinsegin fólks. Þessi sýnileiki skiptir gríðarlegu máli. Stuðningur í heimabyggð er lykilatriði í viðbragðinu við bakslaginu sem hefur orðið á undanförnum misserum. Í vor bárust þær gleðifréttir að Ísland hafi tekið stökk upp í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe). Ísland er jafnframt áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Þessi mikli árangur náðist ekki af tilviljun heldur vegna þrotlausar vinnu, metnaðar og baráttu hinsegin samfélagsins og áherslna stjórnvalda í málaflokknum. Það hefur verið gaman að taka þátt í þeirri vinnu og ég hlakka til áframhaldandi baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Hluti af því er stuðningur við félagasamtök eins og Samtökin 78 sem á miklar þakkir skyldar fyrir öflugt starf í þágu fjölbreytileikans. Til hamingju við öll með hinsegin daga – úti um allt land. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hinsegin Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er. Það er ekki bara á blettinum í kringum Reykjavík þar sem hinsegin gróska ríkir. Hinsegin félög hafa verið stofnuð á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi og standa fyrir öflugu starfi. Forsvarsmenn þessara félaga eru miklir frumkvöðlar og forystufólk og minna okkur á að við eigum öll rétt á að vera eins og við erum – í heimabyggð og hvar sem við komum. Sá veruleiki að hinsegin fólk þurfi að flytja búferlum til að geta komið út úr skápnum á að vera liðin tíð. Í lok júní hélt Hinsegin Vesturland stórglæsilega Hinsegin hátíð í Borgarnesi og var ég þess heiðurs aðnjótandi að flytja þar ávarp. Ég ólst sjálfur upp á Mýrunum í næsta nágrenni Borgarness og mér þótti mjög vænt um að sjá allan stuðninginn sem samfélagið þar sýnir hinsegin fólki. Mætingin var frábær og bærinn undirlagður af regnbogafánanum og öðrum merkjum hinsegin fólks. Þessi sýnileiki skiptir gríðarlegu máli. Stuðningur í heimabyggð er lykilatriði í viðbragðinu við bakslaginu sem hefur orðið á undanförnum misserum. Í vor bárust þær gleðifréttir að Ísland hafi tekið stökk upp í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe). Ísland er jafnframt áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Þessi mikli árangur náðist ekki af tilviljun heldur vegna þrotlausar vinnu, metnaðar og baráttu hinsegin samfélagsins og áherslna stjórnvalda í málaflokknum. Það hefur verið gaman að taka þátt í þeirri vinnu og ég hlakka til áframhaldandi baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Hluti af því er stuðningur við félagasamtök eins og Samtökin 78 sem á miklar þakkir skyldar fyrir öflugt starf í þágu fjölbreytileikans. Til hamingju við öll með hinsegin daga – úti um allt land. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun