„Ætla ekki að koma með einhverjar blammeringar hérna“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. ágúst 2024 21:40 Rúnar Páll hefur svo sannarlega ekki misst trú á verkefninu í Árbænum. Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var einlægur að vanda og fór um víðan völl þegar hann ræddi leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Þar á meðal vítasyrnudóminn í fyrsta marki Blika, mögulega styrkingu í framlínu Fylkisliðsins og umræðu um vandræði við að borga laun lærisveina hans. „Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira