Hrun í hlutabréfamörkuðum ytra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 15:00 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaverð á mörkuðum í Bandaríkjunum féll umtalsvert í dag, í kjölfar mikillar lækkunar í Asíu og Evrópu. Lækkunin í Asíu og Evrópu kom til vegna áhyggna af bandaríska efnahagnum. Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í Bandaraíkjunum féll S&P 500 um 4,1 prósent, og tæknirisinn Nasdaq féll um 6,3 prósent. Í Lundúnum féll FTSE 100 sjóðurinn um 2,8 prósent, og í París féll CAC-40 um 2,5 prósent. DAX í Frankfurt féll um 3,2 prósent. Þar áður féllu markaðir í Asíu, þar sem Nikkei 225 í Japan féll um 12,4 prósent, eða um 4,451 stig. Það er stærsta hrun þess frá upphafi. Markaðir féllu einnig í Taiwan, Suður-Kóreu, Indlandi, Ástralíu, Hong Kong og Shanghai. Kemur til vegna vinnumarkaðstalna Lækkunin kom beint í kjölfar nýrra vinnumarkaðstalna í Bandaríkjunum, en þar jókst atvinnuleysi úr 4,1 prósentum í 4,3 prósent. Þetta olli áhyggjum um að vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum væri farinn að kólna. Gunnar Örn Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion Banka, segir að vinnumarkaðstölurnar í síðustu viku hafi ýtt þessu öllu af stað. Þetta hafi ef til vill komið á óvart, því hagvaxtartölur vikuna þar á undan vestanhafs voru yfir væntingum markaðsaðila. „Markaðurinn hefur verið frekar yfirspenntur virðist vera, og miklar væntingar í honum,“ segir Gunnar. Yfirleitt rétti markaðurinn svo úr kútnum. Lækkunin hefur fyrst og fremst áhrif á tæknifyrirtæki, segir Gunnar, en áhrifin hafi smitáhrif á allan hlutabréfamarkaðinn. Gunnar segir að nú séu meiri líkur á því að bandaríski seðlabankinn lækki vexti í september.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira