Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 08:08 Útför Haniyeh fór fram í gær. AP/Vahid salemi Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sjö heimildarmönnum, þeirra á meðal tveimur Írönum og bandarískum embættismanni. Gestaíbúðin er hluti af stærri byggingu sem kölluð er Neshat. Hún er staðsett í einu af fínni hverfum Tehran og er gætt af íranska byltingarverðinu. Sprengingin er sögð hafa skekið alla bygginguna og þá brotnuðu rúður auk þess sem hluti útveggjar hrundi. Haniye var látinn þegar komið var að og tilraunir til að bjarga lífverði hans báru ekki árangur. Breaking News: Ismail Haniyeh, the Hamas leader assassinated in Iran this week, was killed by a bomb smuggled into his guesthouse months ago, Middle Eastern officials said. https://t.co/O8sfQVjnNE— The New York Times (@nytimes) August 1, 2024 Haniyeh, sem var búsettur í Katar, hafði áður dvalið í íbúðinni en var að þessu sinni staddur í höfuðborginni til að vera viðstaddur innsetningarathöfn nýkjörins forseta. New York Times hefur eftir írönskum heimildarmönnum sínum að um sé að ræða verulegan álitshnekk fyrir öryggisþjónustur Íran og ekki síst byltingavörðin, sem notar bygginguna fyrir leynilega fundi og til að hýsa mikilvæga gesti á borð við Haniyeh. Aðrir heimildarmenn segja skipulagningu tilræðisins væntanlega hafa tekið mánuði og augljóst sé að vel hafi verið fylgst með byggingunni. Hamas og stjórnvöld í Íran segja Ísraela hafa staðið að baki drápinu á Haniyeh en Ísraelar hafa verið afar og undarlega þöglir um málið. David Barnea, yfirmaður Mossad, sagði hins vegar í janúar síðastliðnum að stofnunin myndi elta uppi alla leiðtoga Hamas í kjölfar árásanna 7. október 2023. Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir sjö heimildarmönnum, þeirra á meðal tveimur Írönum og bandarískum embættismanni. Gestaíbúðin er hluti af stærri byggingu sem kölluð er Neshat. Hún er staðsett í einu af fínni hverfum Tehran og er gætt af íranska byltingarverðinu. Sprengingin er sögð hafa skekið alla bygginguna og þá brotnuðu rúður auk þess sem hluti útveggjar hrundi. Haniye var látinn þegar komið var að og tilraunir til að bjarga lífverði hans báru ekki árangur. Breaking News: Ismail Haniyeh, the Hamas leader assassinated in Iran this week, was killed by a bomb smuggled into his guesthouse months ago, Middle Eastern officials said. https://t.co/O8sfQVjnNE— The New York Times (@nytimes) August 1, 2024 Haniyeh, sem var búsettur í Katar, hafði áður dvalið í íbúðinni en var að þessu sinni staddur í höfuðborginni til að vera viðstaddur innsetningarathöfn nýkjörins forseta. New York Times hefur eftir írönskum heimildarmönnum sínum að um sé að ræða verulegan álitshnekk fyrir öryggisþjónustur Íran og ekki síst byltingavörðin, sem notar bygginguna fyrir leynilega fundi og til að hýsa mikilvæga gesti á borð við Haniyeh. Aðrir heimildarmenn segja skipulagningu tilræðisins væntanlega hafa tekið mánuði og augljóst sé að vel hafi verið fylgst með byggingunni. Hamas og stjórnvöld í Íran segja Ísraela hafa staðið að baki drápinu á Haniyeh en Ísraelar hafa verið afar og undarlega þöglir um málið. David Barnea, yfirmaður Mossad, sagði hins vegar í janúar síðastliðnum að stofnunin myndi elta uppi alla leiðtoga Hamas í kjölfar árásanna 7. október 2023.
Íran Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira