Mikið undir í forsetakosningum Venesúela Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 28. júlí 2024 23:04 Gengið var að kjörborðinu í dag. Sitjandi forseti heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. EPA Forsetakosningar fóru fram í Venesúela í dag. Kjörstöðum átti að loka klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma en standa víða enn opnir vegna þess að enn stendur fólk í röð og bíður eftir að fá að kjósa. Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun. Venesúela Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Óljóst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en forsetinn, Nicolas Maduro, freistir þess að ná kjöri enn á ný. Í kjölfar endurkjörs Maduro til forseta Venesúela árið 2018 mótmæltu mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, framkvæmd forsetakosninganna og sögðu kosningarnar ekki lögmætar. Maduro segir kosningakerfi Venesúela hins vegar það réttmætasta á jörðinni og heitir blóðbaði nái hann ekki endurkjöri. Á kjörseðlinum var einnig hinn 74 ára gamli Edmundo Gonzalez sem segir að bjarga þurfi þjóðinni frá slæmu efnahagsástandi. Afslappað yfirbragð einkennir Gonzalez, sem hefur unnið sér inn stuðning fyrrum stuðningsmanna Maduro. Reuters segir frá því að langar raðir hafi myndast við kjörstaði á nokkrum stöðum í dag. Á einstaka stöðum hafi raðir gengið verulega hægt og örtröð myndast fyrir utan kjörstaði. Klukkan 18:11, eða 22:11 á íslenskum tíma krafðist Marína Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar þess að kjörstöðum yrði lokað í færslu á samfélagsmiðlum. „Ef það er enginn í röð verður að loka kjörstöðum,“ sagði Machado. „Það er kominn tími til að sjá hvernig atkvæði ykkar eru talin, kjörseðil fyrir kjörseðil. “ Brottvísunum mótmælt í ljósi kosninganna Kosningarnar eru sagðar spennandi og telja stuðningsmenn stjórnarandstöðu að þeir eigi raunhæfan möguleika á að fella sitjandi forseta, en hafa í leið gagnrýnt framkvæmd kosninganna. Ákvarðanir kjörstjórnar og handtökur starfsmanna stjórnarandstöðunnar séu leið til þess að grafa undan velgengni Gonzalez. Samtökin No borders mótmæltu áframhaldandi brottvísun fólks til Venesúela fyrir framan Hallgrímskirkju í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja að þrátt fyrir lífshættulegar aðstæður þar í landi séu þrjátíu til fjörutíu manns frá Venesúela vísað úr landi í hverri viku. „Ef Maduro ríkisstjórnin gerir það sama og hún gerði í síðustu kosningum er verið að senda fólk út í opinn dauðann,“ sögðu No borders samtökin í tilkynningu. Önnur mótmæli verða haldin á sama tíma á morgun.
Venesúela Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira