Fjöldi mótmælir við sögulegt ávarp Netanjahú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2024 16:42 Mótmælendur safnast saman við þinghúsið í Washington DC til að mótmæla stríðsrekstri Ísraela á Gasa og vopnasölu Bandaríkjanna til Ísraels. EPA/Jim Lo Scalzo Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC. Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira