Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. júlí 2024 20:05 Josefina Morell, skólabílstjóri og myndlistarkona við hluta verka sinna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar. Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Hér erum við að tala um Josefinu Morell, sem býr á bænum Melkoti í Leirársveit í Hvalfirði en hún fer stundum um landið með hestamyndirnar sínar til að sýna gestum og gangandi, nú síðast í reiðhöllinni á Syðri Gegnishólum í Flóahreppi hjá þeim Olile Amble og Bergi Jónssyni, en hún málaði til dæmis allar myndirnar á vegginn í hesthúsinu þeirra. Josfina hefur verið mjög dugleg að prófa sig áfram með allskonar efnivið og leggur áherslu á að vinna, sem mest með náttúruleg efni, gjarnan eitthvað sem talið er hálfverðlaust og eitthvað, sem hún finnur úti á víðavangi. „Ég er að reyna að endurnýta allskonar sem er annars bara hent. Þetta eru gamlir gluggar úr Nautastöðinni á Hvanneyri til dæmis og þetta er mynd af Frama en hún er eiginlega fyrsta myndin, sem ég málaði fyrir Olile,” segir Josefina og bætir við. „Svo var ég hérna að mála og skera út mynd af Álfadís og þessi plata er úr gömlum kassa, sem var í kjallaranum í Giljum í Reykholtsdal, kassi, sem hveit og hrísgrjón var geymt í gamla daga.” Og hér er barnaróla með hestshaus, sem Josefina gerði,þannig að henni er ekkert óviðkomandi. Myndirnar hjá Josefinu eru fallegar og vekja alls staðar athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er það við íslenska hestinn, sem heillar Josefinu mest? „Það er bara frelsið hjá hestunum, það er svo mikið pláss, þeir eru ekki lokaðir inni á frímerki, heldur fá þeir bara að njóta sín. En núna keyri ég skólabíl og mála og tem stundum bara okkar hesta,” segir Josefina hlæjandi. Ertu lengi að mála svona myndir eða ertu fljót? „Það er misjafnt, ef ég hef mikinn innblástur þá er ég mjög fljót en það er svo misjafnt.” Og þú málaðir veggina hérna í hesthúsinu líka? „Já, já, ég kom hingað um helgar í tvö og hálft ár og var að mála veggina, sem var mjög skemmtilegt,” segir Josefina. Og veggir hesthússins í Syðri Gegnishólum eru meðal annars skreyttir með myndum frá Josefinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Josefinu
Hvalfjarðarsveit Hestar Flóahreppur Myndlist Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira