Í sambandi við Suðurnesin Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 22. júlí 2024 12:00 Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun