Verstappen ætlar ekki að biðjast afsökunar: „Geta haldið sig heima“ Aron Guðmundsson skrifar 22. júlí 2024 13:30 Verstappen var ósáttur í gær, það er óhætt að segja það. Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing segist ekki þurfa biðjast afsökunar á framferði sínu og orðbragði í samskiptum við lið sitt í ungverska kappakstrinum í gær. Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram. Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram.
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira