Stórkostlegt svar hjá íslensku strákunum eftir skellinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 12:51 Daníel Ágúst Halldórsson stýrði leik íslenska liðsins með glæsibrag í dag og gaf alls níu stoðsendingar. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta fór á kostum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta i Póllandi. Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Íslenska liðið spilaði þá aftur innan við sólarhring eftir þrjátíu stiga tap á móti gríðarsterku liði Litháen í gær. Strákarnir sýndu styrk sinn í frábærum sigri á Svartfellingum í dag. Leikurinn vannst á endanum með átján stigum, 71-53. Íslenska liðið lenti reyndar langt undir í erfiðum fyrsta leikhluta en þegar strákarnir fundu taktinn þá áttu Svartfellingar fá svör á móti Norðurlandsmeisturunum. Íslenska liðið er í A-deildinni og er því að spila við sterkustu þjóðir álfunnar. Almari Orri öflugur Almar Orri Atlason átti skelfilegan leik í gær en hann sýndi í dag hversu öflugur leikmaður hann er. Almar Orri var stigahæstur með 23 stig auk þess að taka 5 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Tómas Valur Þrastarson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst, Elías Bjarki Pálsson var með 10 stig á 18 mínútum og þá var leikstjórnandinn Daníel Ágúst Halldórsson með 6 stig, 6 fráköst, 9 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Ísland vann með 18 stigum þegar Elías Bjarki var inn á gólfinu og með 16 stigum þær mínútur sem Daníel Ágúst spilaði. Lentu þrettán stigum undir 9-2 byrjun íslenska liðsins lofaði góðu en þremur mínútum síðar var staðan orðin 15-9 fyrir Svartfjallaland eftir þrettán stig þeirra í röð. Almar Orri setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhlutanum og var því búin að margfalda stigaskor sitt frá því kvöldið áður þegar hann var ískaldur í skotum sínum. Það dugði þó skammt því Svartfellingar voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-14. Íslenska liðið byrjaði annan leikhlutann aftur á móti með 10-2 spretti og kom sér aftur inn í leikinn. Liðið komst yfir undir lok leikhlutans en missti forystuna aftur frá sér. Almar Orri var kominn með 20 stig í hálfleik og munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 41-38 fyrir Svartfjallaland. Frábær seinni hálfleikur Íslensku strákarnir voru hins vegar komnir í stuð og léku mjög vel í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 21-8 og voru því tíu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Tveir leikhlutar í röð sem strákarnir unnu með tíu stigum eða meira. Vörnin var í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu í lokaleikhlutanum og þar náði Tómas Valur meðal annars að verja skot, stela boltanum og fiska ruðning á stuttum kafla. Alvöru varnarmaður þar á ferðinni. Íslenska liðið vann fjórða leikhlutann 12-4 og þar með leikinn örugglega með átján stigum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira