Messi vonar að Di María kveðji með marki í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 13:31 Lionel Messi og Julian Alvarez fagna Angel Di Maria eftir að hann skoraði úrslitaleik HM í Katar í desember 2022. EPA-EFE/Tolga Bozoglu Ángel Di María hefur skorað í öllum úrslitaleikjum sem Lionel Messi hefur unnið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Messi vonist til þess að Di María skori í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í kvöld. Það hefur boðað gott hingað til. Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024 Copa América Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira
Argentína getur unnið þriðja stórmótið í röð og sextánda Suðurameríkutitilinn með sigri á Kólumbíu í úrslitaleiknum sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum seint í kvöld. Di María spilar síðasta landsleikinn á ferlinum í þessum úrslitaleik en hann og Messi hafa verið samstíga í argentínska landsliðinu í einn og hálfan áratug. Hinn 36 ára gamli Di María tilkynnti það í nóvember að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. 2005—Di María and Messi win the U20 World Cup2008—Win Olympic gold (Messi assists Di María winner)2014—Lose in the World Cup final to Germany2021—Win the Copa América on a Di María goal2022—Both score in the World Cup finalTogether 🤗 pic.twitter.com/g77NHwBQPI— B/R Football (@brfootball) December 18, 2022 Hann hefur spilað í landsliðinu í fimmtán ár og alls skorað 31 mark í 144 landsleikjum. Messi talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann vonist til þess að Di María endi landsliðsferilinn með marki og gulli um hálsinn. „Hver veit? Kannski mun hann skora enn eitt markið í úrslitaleik eins og hann gerði í öllum hinum sem hann hefur spilað. Það yrði stórkostlegt,“ sagði Messi. ESPN segir frá. Messi hefur ekki unnið titil með landsliðinu nema þegar Di María skorar. Di María skoraði sigurmarkið þegar þeir unnu Ólympíugullið saman í Peking 2008, hann skoraði sigurmarkið á móti Brasilíu í úrslitaleik Copa América 2021 sem og skoraði líka í úrslitaleiknum á móti Frökkum í úrslitaleik HM í Katar 2022. „Við erum allt að segja honum að ef allt fer vel þá eru fleiri mikilvægir leikir fram undan. Engu að síður þá hefur Fideo [Di María] tekið ákvörðun og það mun ekkert breyta henni,“ sagði Messi. Di Maria and Messi play for one last time tomorrow 🥺❤️pic.twitter.com/ZfEcCWkb9c— Barça Worldwide (@BarcaWorldwide) July 13, 2024
Copa América Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Sjá meira