Dauðvona Sven-Göran: „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2024 12:30 Sven-Göran Eriksson ræðir við Gareth Southgate á æfingu enska landsliðsins. getty/Michael Steele Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins. Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira