Danska súperstjarnan grét Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:41 Jonas Vingegaard átti erfitt með sig eftir frábæran dag. Það hefur verið krefjandi fyrir hann að koma til baka eftir slæmt slys í vor. EPA-EFE/JEROME DELAY Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár en árið í ár hefur reynst honum mjög erfitt. Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024 Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira