Tónlist

Portú-galin stemning hjá Villa Netó

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var galin stemning í útgáfupartýinu hjá Villa Netó.
Það var galin stemning í útgáfupartýinu hjá Villa Netó. Elvar Þór Baxter

Listamaðurinn Villi Neto gaf út plötuna Portú Galinn síðastliðinn föstudag og hélt að því tilefni útgáfupartý fyrir sig og sína á Prikinu. Fræga fólkið lét sig ekki vanta og var landsleikur Portúgals og Frakklands hluti af dagskránni.

Því miður sigraði Portúgal ekki það kvöldið en engu síður var fagnað gríðarlega í leikslok, segir í fréttatilkynningu. Þar kemur eftirfarandi einnig fram: 

„Portú Galinn er fyrsta útgefna plata Villa Neto og er gefin út af Sticky, plötuútgáfufyrirtæki Priksins. Villi, sem er alinn upp í Portúgal, hefur skapað sér sérstakann sess í hjörtum landsmanna undanfarin árin, með sinni einstöku útfærslu á alls kyns gríni, leik og störfum. Platan inniheldur tíu lög, frumsamda tónlist í bland við hreinræktaða sketsa, og er megn góðra gesta Villa til liðsinnis á verkinu. 

Ber þar helst að nefna Ella Grill, Inspector Spacetime, Steinda Jr og Hermigervil. Teikningar sem skreyta plötuna voru í höndum listakonunnar Smjörflugu. Verkið er litað af vináttu Villa við listafólk frá mismunandi miðlum og er óður til íslensku grínplötunnar sem var stór partur af lífi hans sem ungs manns að flytja til Íslands árið 2007.“

Hér má sjá myndir úr partýinu:

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams eigandi Priksins og Sticky Records.Elvar Þór Baxter
Andrúmsloftið var rafmagnað og Nilli lét sig ekki vanta.Elvar Þór Baxter
Villi greip í míkrafóninn í brjáluðu stuði.Elvar Þór Baxter
Stund milli stríða.Elvar Þór Baxter
Fannar Arnarsson smellti kossi á Telmu Huld.Elvar Þór Baxter
Sturluð stemning!Elvar Þór Baxter
Villi stýrði klappi.Elvar Þór Baxter
Væb strákarnir voru í góðum félagsskap.Elvar Þór Baxter
Stuð á Prikinu!Elvar Þór Baxter
Guðlaug Rún Margeirsdóttir, mamma Villa, átti erfitt með spennuna sem fylgdi leiknum!Elvar Þór Baxter
Guðlaug Rún lét sig ekki vanta á útgáfutónleika sonarins.Elvar Þór Baxter
Tilfinningarnar réðu ríkjum yfir fótboltaleiknum.Elvar Þór Baxter
Tónlist og fótbolti kom saman í eitt á Prikinu.Elvar Þór Baxter
Villi og Egill Gauti voru í gír.Elvar Þór Baxter
Væb strákarnir tjúttuðu með Villa.Elvar Þór Baxter
Gestir gátu tillt sér í strætóskýlið í porti Priksins.Elvar Þór Baxter
Sindri Sin Fang, Steindi, Bent, Villi Netó, Emmsjé Gauti, Einar Ingi, Geoffrey og Magnús Leifsson stilltu sér upp í rándýra hópmynd.Elvar Þór Baxter
Góð væbs.Elvar Þór Baxter
Villi sendi koss.Elvar Þór Baxter
Dansinn dundi!Elvar Þór Baxter
Mamma Villa lét sig ekki vanta á dansgólfið!Elvar Þór Baxter
Leikurinn tók á taugar gesta!Elvar Þór Baxter
Góðar stundir í portinu.Elvar Þór Baxter
Skálað á sumarkvöldi.Elvar Þór Baxter
Sögulegi fastagesturinn Helgi Gestsson lét sig ekki vanta á Prikið frekar en fyrri daginn.Elvar Þór Baxter
Lög voru spiluð og sömuleiðis spil.Elvar Þór Baxter
Vúhú!Elvar Þór Baxter
Álfgrímur Aðalsteinsson, Guðni Kristinsson, Guðlaug Rún og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.Elvar Þór Baxter
Emmsjé Gauti og Villi Netó í gír.Elvar Þór Baxter
Villi með diskinn.Elvar Þór Baxter
Strákarnir úr Inspector Spacetime þeyttu skífum.Elvar Þór Baxter
Níels Thibaud Girerd og Örn Gauti tónlistarmaður.Elvar Þór Baxter
Villi að árita diska.Elvar Þór Baxter
Stefán Þór og Geoff í fjarska.Elvar Þór Baxter
Villi skemmti sér vel.Elvar Þór Baxter

Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×