Dæmdar tæplega fimmtíu milljónir fjórtán árum eftir handtökuna Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 11:45 Guðmundur sætti gæsluvarðhaldi í tíu daga á Lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni. Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur. Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Lögreglan handtók Guðmund í apríl 2010 vegna rannsóknar á stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sonur hans var grunaður um aðkomu að innflutningnum og við rannsókn málsins vaknaði grunur um að Guðmundur hefði vitneskju eða ætti þátt í málinu. Sími Guðmundar var hleraður og húsleit gerð heima hjá honum í aðdraganda handtökunnar. Lögreglan lagði hald á lítið magn af maríjúana, lykil að bankahólfi, og ferðatösku með leifum af hvítu efni sem reyndist vera kókaín. Guðmundi var gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun sem varði í tíu daga. Sagt upp fimm dögum seinna Í kjölfar þessa missti hann vinnunna. Hann hafði starfað sem framleiðslustjóri í tvö ár en var sagt upp fimm dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Í júlí sama ár var honum tilkynnt að rannsóknin á hendur honum hefði verið felld niður. Síðan hefur Guðmundur staðið í stappi vegna málsins í dómskerfinu, en málið sem héraðsdómur dæmir nú í varðar atvinnumissinn. „Ég glími enn við áfallastreitu og mikla vanlíðan vegna þessara atburða og það þarf lítið til að vanlíðanin rjúki upp,“ sagði Guðmundur við árið 2019 um stefnuna. Óásættanlegur aðbúnaður Árið 2017 féllst Hæstiréttur á að hluti gæsluvarðhaldsvistarinnar sem hann sætti hafi verið ólögmætur, og þá hafi aðstæður og aðbúnaður í varðhaldinu verið með öllu óásættanlegur. Héraðsdómur fellst nú á Guðmundur hafi sýnt fram á að hann hefði haldið starfi sínu sem framleiðslustjóri, eða fengið annað sambærilegt starf ef handtakan og gæsluvarðhaldið hefði ekki átt sér stað. Til þess að ákvarða hvaða bætur Guðmundur átti rétt á notaðist dómurinn við tekjur hans á árinu 2009, en það var eina árið sem hann var við störf allt árið í umræddu starfi. En ágreiningur málsins snerist að mestu um hvernig ætti að reikna út bæturnar. Líkt og áður segir er íslenska ríkinu gert að greiða Guðmundi 47,8 milljónir krónur, sömu upphæð og hann krafðist sjálfur.
Dómsmál Lögreglan Fíkniefnabrot Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Feðgar í haldi vegna kókaínsmygls Feðgar, 51 og 23 ára, eru meðal þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að tengjast smygli á rúmum þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. 21. apríl 2010 05:00
Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2. desember 2010 16:52