Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 10:46 Matapour verður lengi í fangelsi. LISE ASERUD/EPA Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu. Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust. Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust.
Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40
„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30
Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26