Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:08 Tveir eiga að yfirfara merkingar á hverri gjöf samkvæmt reglum í Queensland en umboðsmaðurinn segir ekki tryggt að það hafi verið gert. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti. Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti.
Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira