Riðu um miðbæinn til að fagna Landsmóti Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. júní 2024 22:36 Það var glæsileg sjón að fylgjast með 60 hestum ríða um miðbæinn í hádeginu í dag. Vísir Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem mun standa yfir dagana 1. til 7. júlí er í fullum gangi. Búist er við þúsundum áhorfenda og keppendur eru á fullu að æfa sig. Í tilefni af mótinu var haldin miðbæjarreið í dag, þar sem 60 knapar riðu hestum sínum um miðbæ Reykjavíkur. Rætt var við mótsstjóra og knapa í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið. Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Miðbæjarreiðin hófst klukkan 12 í dag, en farið var frá BSÍ og þaðan upp Skólavörðuholtið, áfram í gegnum miðbæinn að tjörninni, og aftur að BSÍ. Á vef landsmótsins segir að miðbæjarreiðin sé skemmtileg hefð og minni okkur á það fjölbreytta hlutverk sem hestar hafa haft innan borgarmarkanna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fór fyrir göngunni ásamt Guðna Halldórssyni formanni Landsambands hestamannafélaga, Hirti Bergstað formanni stjórnar landsmóts 2024, og Jónínu Björk Vilhjálmsdóttur formanni hestamannafélagsins Spretts.LANDSMÓT Keppendur á öllum aldri Hilda Karen Garðarsdóttir, mótsstjóri Landsmóts hestamanna, segir að landsmótið sé mannamót þeirra hestamanna. „Við komum hingað á tveggja ára fresti, hittum vini og kunningja utan af landi, frá útlöndum, og allir eiga það sameiginlegt að elska íslenska hestinn,“ segir Hilda. Landsmótið sé mikil hátíð, þar sem knapar á öllum aldri taka þátt. „Yngstu keppendurnir eru um 10 ára, og svo alveg upp í sjötíu og eitthvað ára,“ segir Hilda. Langur undirbúningur Ásdís Ósk Elvarsdóttir er þjálfari þetta árið. Hún segir að langur undirbúningur sé að svona móti sem hefjist á haustin. „Svo snýst þetta bara um að gera eitthvað plan og halda rétt á spöðunum. Svo kemur að stóru stundinni og þá er maður búinn að undirbúa sig og gerir bara allt sem maður getur,“ segir Ásdís. Hún er með míkrafón festan á sig. Hún segir það vera til þess að geta talað til knapanna, án þess að þurfa æpa yfir allt svæðið.
Hestar Landsmót hestamanna Hestaíþróttir Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira