Margir feitir bitar með lausa samninga Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 23:30 Tyrese Maxey gæti orðið eftirsóttur í sumar vísir/Getty Framundan gæti verið töluvert fjör á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar en fjölmargir öflugir leikmenn eru með lausa samninga. Samningar margra þeirra eru þó ekki laflausir en þann 30. júní næstkomandi mega lið semja við nýja leikmenn. Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira