Reyna að mynda bandalög fyrir skyndikosningar í Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 14:44 Macron hvatti Frakka til þess að sameinast gegn öfgum á blaðamannafundi þar sem hann réttlætti ákvörðun sína um að boða til þingkosninga í dag. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna. Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Macron boðaði óvænt til kosninga eftir að hægrijaðarflokkurinn Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann verulega á í Evrópuþingskosningum á sunnudag. Hann réttlætti ákvörðun sína um að rjúfa þing og sagði að flokkar sem eru ósammála öfgaöflum ættu að sameinast gegn þeim. Fjórir vinstriflokkar hafa þegar náð saman um bandalag í kosningunum sem fara fram í tveimur umferðum 30. júní og 7. júlí. Glundroði ríkir hins vegar innan hægriflokksins Lýðveldissinnanna eftir að Eric Ciotti, leiðtogi flokksins, talaði fyrir bandalagið við Þjóðfylkinguna í trássi við áratugalanga samstöðu meginstraumsflokka um að útiloka öfgaflokka. Aðrir flokksleiðtogar, sem er andsnúnir bandalagi við öfgahægrið, hafa kallað eftir afsögn Ciotti og boðað neyðarfund í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um helmingur grasrótar flokksins styðji engu að síður bandalag til hægri. „Hann verður ekki lengur forseti Lýðveldissinnanna. Hann verður rekinn, hann hefur ekkert umboð,“ sagði Agnes Evren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Macron liggur sjálfur undir ámæli fyrir að boða til kosninga. Hann sé með því að greiða leið öfgahægrisins til valda. Flokkur hans fékk helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópuþingskosningunum.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. 10. júní 2024 23:59
Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. 10. júní 2024 12:12
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. 9. júní 2024 19:23