Netanyahu fastur milli steins og sleggju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 07:18 Gagnrýnendur Netanyahu segja hann í raun vilja halda aðgerðum áfram sem lengst, til að fresta því að þurfa að svara fyrir öryggisbrestinn sem átti sér stað 7. október. epa/Amir Cohen Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira