Hæfasti einstaklingurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 09:00 Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun