Þvertekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 10:52 Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund fyrr í mánuðinum og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Óskar segir Manoharan hafa unnið gegn sér Vísir/Samsett mynd Sancheev Manoharan, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund og núverandi aðalþjálfari liðsins, þvertekur fyrir fullyrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum. Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“ Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um viðskilnaðinn við Haugseund í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sérfræðingur. Óskar tók við þjálfun Haugesund í október í fyrra og vakti það því mikla athygli þegar að hann hætti óvænt störfum hjá félaginu fyrr í þessum mánuði. Ríkharð Óskar Guðnason spurði Óskar út í viðskilnaðinn í beinni útsendingu í gær: „Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá félaginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn. Óskar hafði það á tilfinningunni að Sancheev Manoharan, þáverandi aðstoðarþjálfari Haugesund sem hefur nú verið ráðinn aðalþjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér. „Jájá, það var mín tilfinning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitthvað annað. Þetta er tilfinning á móti tilfinningu,“ sagði Óskar Hrafn. Segist ekki hafa unnið gegn Óskari Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum ummælum Óskars Hrafns í norskum fjölmiðlum. „Ég get ekkert lagt mat á tilfinningar Óskar, það er hans eigin skilningur á aðstæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“ Innri skoðun hafi tekið við hjá Haugesund eftir brotthvarf Óskars. „Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til frambúðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“ Martin Fauskanger, stjórnandi hjá Haugesund tekur undir orð Manoharan. „Við höfum farið náið í saumana á tímabilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem félag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfarateymi liðsins. Manoharan studdi hugmyndafræði Óskars.“
Norski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira