Að breyta heiminum Valgeir Magnússon skrifar 30. maí 2024 10:30 Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun