„Let´s go og vinnum fleiri“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:06 Finnur Freyr í leikslok. Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson sagði það viðeigandi að hafa unnið þrátt fyrir meiðsli Kristófer Acox eftir allt sem hefur gengið á hjá Val á tímabilinu. Hann sagði Val verðskulda titilinn. „Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
„Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira