Bauð pabba að syngja með sér um íslensku sumargaslýsinguna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2024 07:01 Þórhallur og Þórhallur hafa loksins gefið út sitt fyrsta lag saman. Feðgarnir og nafnarnir Þórhallur Þórhallsson og Laddi gefa í dag út sitt fyrsta lag saman. Að sögn Þórhalls er lagið á léttum nótum um íslensku gaslýsinguna sem felst í voninni um almennilegt sumar. Sumarlagið í ár að sögn Ladda. „Lagið heitir einfaldlega „Það er sumar“ og þetta er létt grín að sumrinu. Hvernig við erum pínu alltaf í afneitun með þetta sumar hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur yngri hlæjandi í samtali við Vísi. Þórhallur hefur undanfarin ár farið mikinn á sviði uppistandsins og stígið í fótspor föður síns. „Ég ætlaði að gefa þetta lag út í fyrra og var búinn að taka það upp og allt saman. Ég söng viðlagið sjálfur, hlustaði svo á þetta og þetta var bara það versta sem ég hef heyrt, þannig ég þurfti að grafa þetta niður og ætlaði aldrei að hugsa um þetta aftur,“ segir Þórhallur hlæjandi. Hann ákvað í ár að gefa þessu annan séns og kíkti á upptökuna. Þórhallur segir þetta ekki hafa verið eins slæmt og hann minnti, þannig hann hafi ákveðið að finna einhvern annan til að syngja viðlagið á meðan hann rappar. „Fyrst ætlaði ég að finna söngkonu þangað til ég rankaði við mér, auðvitað á pabbi að gera þetta með mér! Hann var líklega og nálægt mér, ég hugsaði ekki einu sinni um hann fyrst en auðvitað var enginn annar sem hefði getað gert þetta betur.“ Þórhallur segir pabba sinn ekki hafa verið lengi að hugsa sig um eftir að hafa fengið að heyra lagið. Laddi hafi verið ánægður með þetta og handviss um að hér sé fram kominn sumarsmellurinn í ár. „Kallinn negldi þetta alveg. Þetta er mjög skemmtilegt, við erum auðvitað bara svolítið að gaslýsa okkur með þetta sumar held ég,“ segir Þórhallur hlæjandi. „Ellefu gráður og sól og við erum alltaf mætt út í stuttbuxunum, eins og það á að vera.“ Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Lagið heitir einfaldlega „Það er sumar“ og þetta er létt grín að sumrinu. Hvernig við erum pínu alltaf í afneitun með þetta sumar hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur yngri hlæjandi í samtali við Vísi. Þórhallur hefur undanfarin ár farið mikinn á sviði uppistandsins og stígið í fótspor föður síns. „Ég ætlaði að gefa þetta lag út í fyrra og var búinn að taka það upp og allt saman. Ég söng viðlagið sjálfur, hlustaði svo á þetta og þetta var bara það versta sem ég hef heyrt, þannig ég þurfti að grafa þetta niður og ætlaði aldrei að hugsa um þetta aftur,“ segir Þórhallur hlæjandi. Hann ákvað í ár að gefa þessu annan séns og kíkti á upptökuna. Þórhallur segir þetta ekki hafa verið eins slæmt og hann minnti, þannig hann hafi ákveðið að finna einhvern annan til að syngja viðlagið á meðan hann rappar. „Fyrst ætlaði ég að finna söngkonu þangað til ég rankaði við mér, auðvitað á pabbi að gera þetta með mér! Hann var líklega og nálægt mér, ég hugsaði ekki einu sinni um hann fyrst en auðvitað var enginn annar sem hefði getað gert þetta betur.“ Þórhallur segir pabba sinn ekki hafa verið lengi að hugsa sig um eftir að hafa fengið að heyra lagið. Laddi hafi verið ánægður með þetta og handviss um að hér sé fram kominn sumarsmellurinn í ár. „Kallinn negldi þetta alveg. Þetta er mjög skemmtilegt, við erum auðvitað bara svolítið að gaslýsa okkur með þetta sumar held ég,“ segir Þórhallur hlæjandi. „Ellefu gráður og sól og við erum alltaf mætt út í stuttbuxunum, eins og það á að vera.“
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira