Leikmennirnir sem hafa skarað fram úr í baráttunni um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 15:31 Deandre Kane er efstur í framlagi, stigum og fráköstum í einvíginu og hefur einnig fiskað flestar villur og tekið flest víti. Vísir/Diego Valur og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og fer oddaleikurinn fram á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira