Yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar sagður hafa hótað saksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins Lovísa Arnardóttir skrifar 28. maí 2024 08:21 Yossi Cohen leiddi ísraelsku leyniþjónustuna og var á tímabili einn helsti bandamaður Benjamin Netanyahu. Vísir/EPA Fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyniþjónustunnar, Yossi Cohen, reyndi á nokkrum leynilegum fundum að þrýsta á aðalsaksóknara Alþjóðasakamáladómstólsins, Fatou Bensouda, að falla frá því að rannsaka Ísrael fyrir stríðsglæpi. Fjallað er um málið á vef Guardian í dag en rannsóknina hóf Bensouda árið 2021. Henni lauk svo í síðustu viku þegar eftirmaður hennar, Karim Khan, tilkynnti að hann vildi gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, vegna aðgerða hans á Gasa. Auk hans óskaði hann eftir því að gefin yrði handtökuskipun á hendur varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, og á hendur þriggja leiðtoga Hamas. Fatou Bensouda mátti þola ýmislegt á þeim árum sem hún sat sem saksóknari miðað við umfjöllun Guardian. Cohen sat um hana og fylgdist með henni og fjölskyldu hennar. Notaði það svo til að reyna að fá hana til að falla frá rannsókn vegna stríðsglæpa í Palestínu. Vísir/EPA Á frétt Guardian segir að leynilegir fundir Cohen með Bensouda hafi farið fram í aðdraganda þess að hún ákvað að hefja formlega rannsókn á meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu. Þar kemur einnig fram að aðkoma hans að þessu hafi verið samþykkt á „efsti stigum“ og réttlætt með því að rannsóknin gæti stefnt starfsmönnum hersins í hættu. Þetta er haft eftir hátt settum ísraelskum embættismanni. Haft er eftir öðrum ísraelskum heimildarmanni að markmið Mossad, leyniþjónustunnar, hafi verið að koma óorði á Bensouda eða að fá hana til að vera samvinnuþýða. Þriðji heimildarmaðurinn segir svo að Cohen hafi verið „óformlegur sendiboði“ Netanyahu. Þá kemur fram í frétt Guardian að fjórir ólíkir heimildarmenn hafi staðfest við fjölmiðilinn að Bensouda hafi tilkynnt litlum hópi hátt settra embættismanna hjá dómstólnum að Cohen hafi reynt að hafa áhrif á hana og ákvörðun hennar um að hefja rannsókn. Sat um hana og veitti henni eftirför „Þú ættir að hjálpa okkur og leyfa okkur að hugsa um þig. Þú vilt ekki blanda þér í hluti sem gætu stofnað öryggi þínu eða fjölskyldu þinnar í hættu,“ er eitthvað sem Cohen á að hafa sagt við Bensouda á einum tímapunkti. Þá segir í frétt Guardian að hann hafi notað ýmsar aðferðir til að hrella hana og það hafi jaðrað við að hann hafi veitt henni eftirför [e. stalking]. Þá hafi leyniþjónustan fylgst með fjölskyldu hennar og sérstaklega eiginmanni hennar og reynt að nota það gegn henni. Slíkar hótanir og þrýstingur á saksóknarann geta samkvæmt lögfræðingum og sérfræðingum dómstólsins talist brot á Rómarsáttmálanum, sáttmálinn sem stofnaði dómstólinn. Umfjöllun Guardian er nokkuð ítarleg og löng og er þar einnig fjallað um aðkomu annarra að þessu máli, eins og fyrrverandi forseti Kongó, Joseph Kabila. Kabila kom því í kring að Cohen kom óvænt inn á hótelherbergi í New York, þar sem Bensouda og Kabila höfðu fundað. Umfjöllunin er hluti af rannsókn fjölmiðilsins í samvinnu við palestínskan fjölmiðil +972 Magazine og Local Call sem er fjölmiðill á hebresku. Helsti bandamaður forsætisráðherrans Rannsókn þeirra lýtur að því hvernig ísraelska leyniþjónustan herjaði stríð gegn Alþjóðasakamáladómstólnum í um áratug. Hvorki Bensouda né Cohen vildu svara spurningum þeirra og ísraelsk yfirvöld sögðu spurningar þeirra fullar af fölsum og tilhæfulausum staðhæfingum sem væri ætlað að skaða Ísraelsríkið. Cohen var á þeim tíma sem fjallað er um einn helsti bandamaður hans. Cohen er sjálfur að koma fram sem stjórnmálaafl í Ísrael en í frétt Guardian segir að um áratugaskeið hafi hann leitt aðgerðir leyniþjónustunnar sem áttu að veikja dómskerfið í Ísrael. Karim Khan tók við af Bensouda sem saksóknari hjá Alþjóðasakamáladómstólnum árið 2021. Vísir/EPA Bensouda hætti hjá dómstólnum árið 2021 og þá tók Karim Khan við sem nú, eins og kom fram að ofan, leiðir rannsókn dómstólsins og hefur óskað eftir leyfi til að gefa út handtökuskipanir á leiðtoga í Ísrael og Hamas vegna átaka á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41 Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Fjallað er um málið á vef Guardian í dag en rannsóknina hóf Bensouda árið 2021. Henni lauk svo í síðustu viku þegar eftirmaður hennar, Karim Khan, tilkynnti að hann vildi gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, vegna aðgerða hans á Gasa. Auk hans óskaði hann eftir því að gefin yrði handtökuskipun á hendur varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, og á hendur þriggja leiðtoga Hamas. Fatou Bensouda mátti þola ýmislegt á þeim árum sem hún sat sem saksóknari miðað við umfjöllun Guardian. Cohen sat um hana og fylgdist með henni og fjölskyldu hennar. Notaði það svo til að reyna að fá hana til að falla frá rannsókn vegna stríðsglæpa í Palestínu. Vísir/EPA Á frétt Guardian segir að leynilegir fundir Cohen með Bensouda hafi farið fram í aðdraganda þess að hún ákvað að hefja formlega rannsókn á meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu. Þar kemur einnig fram að aðkoma hans að þessu hafi verið samþykkt á „efsti stigum“ og réttlætt með því að rannsóknin gæti stefnt starfsmönnum hersins í hættu. Þetta er haft eftir hátt settum ísraelskum embættismanni. Haft er eftir öðrum ísraelskum heimildarmanni að markmið Mossad, leyniþjónustunnar, hafi verið að koma óorði á Bensouda eða að fá hana til að vera samvinnuþýða. Þriðji heimildarmaðurinn segir svo að Cohen hafi verið „óformlegur sendiboði“ Netanyahu. Þá kemur fram í frétt Guardian að fjórir ólíkir heimildarmenn hafi staðfest við fjölmiðilinn að Bensouda hafi tilkynnt litlum hópi hátt settra embættismanna hjá dómstólnum að Cohen hafi reynt að hafa áhrif á hana og ákvörðun hennar um að hefja rannsókn. Sat um hana og veitti henni eftirför „Þú ættir að hjálpa okkur og leyfa okkur að hugsa um þig. Þú vilt ekki blanda þér í hluti sem gætu stofnað öryggi þínu eða fjölskyldu þinnar í hættu,“ er eitthvað sem Cohen á að hafa sagt við Bensouda á einum tímapunkti. Þá segir í frétt Guardian að hann hafi notað ýmsar aðferðir til að hrella hana og það hafi jaðrað við að hann hafi veitt henni eftirför [e. stalking]. Þá hafi leyniþjónustan fylgst með fjölskyldu hennar og sérstaklega eiginmanni hennar og reynt að nota það gegn henni. Slíkar hótanir og þrýstingur á saksóknarann geta samkvæmt lögfræðingum og sérfræðingum dómstólsins talist brot á Rómarsáttmálanum, sáttmálinn sem stofnaði dómstólinn. Umfjöllun Guardian er nokkuð ítarleg og löng og er þar einnig fjallað um aðkomu annarra að þessu máli, eins og fyrrverandi forseti Kongó, Joseph Kabila. Kabila kom því í kring að Cohen kom óvænt inn á hótelherbergi í New York, þar sem Bensouda og Kabila höfðu fundað. Umfjöllunin er hluti af rannsókn fjölmiðilsins í samvinnu við palestínskan fjölmiðil +972 Magazine og Local Call sem er fjölmiðill á hebresku. Helsti bandamaður forsætisráðherrans Rannsókn þeirra lýtur að því hvernig ísraelska leyniþjónustan herjaði stríð gegn Alþjóðasakamáladómstólnum í um áratug. Hvorki Bensouda né Cohen vildu svara spurningum þeirra og ísraelsk yfirvöld sögðu spurningar þeirra fullar af fölsum og tilhæfulausum staðhæfingum sem væri ætlað að skaða Ísraelsríkið. Cohen var á þeim tíma sem fjallað er um einn helsti bandamaður hans. Cohen er sjálfur að koma fram sem stjórnmálaafl í Ísrael en í frétt Guardian segir að um áratugaskeið hafi hann leitt aðgerðir leyniþjónustunnar sem áttu að veikja dómskerfið í Ísrael. Karim Khan tók við af Bensouda sem saksóknari hjá Alþjóðasakamáladómstólnum árið 2021. Vísir/EPA Bensouda hætti hjá dómstólnum árið 2021 og þá tók Karim Khan við sem nú, eins og kom fram að ofan, leiðir rannsókn dómstólsins og hefur óskað eftir leyfi til að gefa út handtökuskipanir á leiðtoga í Ísrael og Hamas vegna átaka á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41 Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15 Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Sjá meira
Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. 28. maí 2024 06:41
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Flytja hjálpargögn til Gasa í gegnum Kerem Shalom Vöruflutningabílar með hjálpargögn fengu í dag að fara inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin samkvæmt nýju samkomulagi við Egyptaland. Óljóst er hvort mannúðarsamtök fái aðgang að hjálpargögnunum inn á Gasasvæðinu vegna áframhaldandi árása á staðnum. 26. maí 2024 10:15
Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. 24. maí 2024 14:42