Sjáðu lokasóknina ótrúlegu og senuþjófinn Kane í viðtali Óla Óla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 09:01 Ólafur Ólafsson og Deandre Kane fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta með dramatískum sigri á Valsmönnum í gærkvöldi. Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
Valsmenn gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í leiknum en Grindvíkingar hafa unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir framan troðfullan Smára í gær. „Óli, takk“ Subway Körfuboltakvöld fékk fyrirliða Grindavíkur í viðtal á háborðið eftir leik. „Hann er mættur til okkar Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga. Óli ég ætla að fá að þakka þér innilega fyrir þetta. Við erum svo glaðir með þetta að fá einn leik í viðbót og fá oddaleik þriðja árið í röð. Óli, takk,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Mér líður afskaplega vel núna. Við komum inn í leikinn og ætluðum að vera með kraft og spila varnarleikinn sérstaklega af krafti. Vera hreyfanlegri í sókninni og mér fannst það bara ganga ágætlega á köflum. Það gekk á réttum kafla hér í endann og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna hjá Dedrick Basile. Klippa: Sigurkarfa Dedrick Basile í leik fjögur Þá á maður ekkert að vera í þessu Leikurinn var æsispennandi með fullt af dramatík en Ólafur vildi ekki meina að það tæki á taugarnar að spila svona leik. „Nei, nei. Þá á maður ekkert að vera í þessu. Ég vissi einhvern veginn að hann væri að fara hitta í horninu,“ sagði Ólafur um lokakörfuna. Grindavík missti boltann, stal honum strax aftur og Dedrick Basile setti niður þrist. Þeir horfðu síðan saman á þessa ótrúlegu atburðarás í lok leiksins. „Óli þú ert kominn hingað í settið til þess að ræða við okkur af því að þú ert skemmtilegur og leiðtoginn í liðinu. Play Air leiksins aftur á móti í boði Play er Dedrick Basile. Hann var frábær í þessum leik. Hann þorir að taka þessi stóru skot, hann ræðst á hringinn og þegar Kane meiðist þá steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. Basile endaði leikinn með 32 stig og 7 stoðsendingar. Hann var langefstur hjá liðinu í báðum þessum mikilvægu tölfræðiþáttum. Hann er búinn að vera inn í sér „Hann fór að taka þessi mid-range skot. Hann er búinn að vera alltof mikið að stoppa í staðinn fyrir að halda áfram. Af því að hann er svo góður á mid-range. Ég sagði við hann eftir síðasta leik: Skjóttu þessum mid-range skotum, mér er alveg saman þótt þú hittir tveimur af tuttugu,“ sagði Ólafur. „Hann er búinn að vera inn í sér einhvern veginn. Hættu því og njóttu þess að spila fyrir framan þetta fólk. Talandi um Smárann og Valsheimilið. Þetta eru geggjuðustu húsin að spila í. Þetta er galið,“ sagði Ólafur. „Ég var lengi að átta mig á því hvað þetta væri stórt hús þegar við byrjuðum að æfa hérna. Þetta er risastórt hús,“ sagði Ólafur. Nuddaði axlirnar á Ólafi í miðju viðtali Deandre Kane mætti þá óvænt og truflaði Ólaf á háborðinu. Stefán Árni spurði hann hvernig hann hefði það. „Mér líður vel. Þetta var frábær sigur. Óli setti niður risastórt skot og það er hlutverk fyrirliðans,“ sagði Kane og nuddaði axlirnar á Ólafi. Það má sjá lokasókn Grindavíkur og allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan. Klippa: Ólafur Ólafsson: Mér líður afskaplega vel núna
Subway-deild karla Grindavík Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira