Hvaðan kemur fylgi Katrínar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2024 17:00 Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun