„Forsetaframbjóðandi er á villigötum“ Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2024 12:51 Róbert Spanó segir viðbrögð Arnars Þórs við skopmynd Halldórs áhyggjuefni. vísir/vilhelm/mannréttindadómsstóll evrópu Mál Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðanda á hendur Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara og Vísis varðar tjáningarfrelsið og því ekki úr vegi að kalla til Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrum forseta Mannréttindadómsstóls Evrópu til að á lögfræðilegt álit á málinu. Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“ Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Listræn tjáning nýtur ríkar mannréttindaverndar Róbert féllst á það. „Í mínum huga er forsetaframbjóðandinn á villigötum í gagnrýni sinni,“ segir Róbert og hefur engar vöflur á. „Satíra í formi skopmynda sem beinist að opinberum persónum nýtur ríkrar verndar tjáningarfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.“ Að sögn Róberts eru gerðar mjög ríkar kröfur til þess að heimilt sé að takmarka slíka tjáningu, þótt tjáningarfrelsið sé ekki án takmarkana. „Meta verður skopmynd eins og þessa heildstætt og í samhengi við atburði líðandi stundar, að hverjum hún beinist og framsetningu hennar að öðru leyti. Opinberar persónur eins og frambjóðandinn verða að þola slíka framsetningu með ríkari hætti en aðrir.“ Þá segir Róbert að skopmynd sem beinist að opinberum persónum telst lögfræðilega til listrænnar tjáningar sem nýtur ríkar mannréttindaverndar. Umrædd skopmynd Halldórs sem birtist á Vísi á laugardag.Vísir/Halldór „Það kemur því ekki á óvart að oft er hart tekið á slíkri tjáningu af ráðamönnum í alræðisríkjum, eins og fjölmargir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu bera vitni um. Þó ber að taka fram að skopmynd getur í algjörum undantekningartilvikum gengið of langt ef eina markmiðið með henni er auðmýkja eða niðurlægja þann sem í hlut á.“ Áhyggjuefni að Arnar skuli bregðast svona við Líklega er það skilningur Arnars Þórs en honum yfirsést ef til vill hið tvíræða eðli skopmyndarinnar? „Í mínum huga er umrædd skopmynd Halldórs augljóslega varin af tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Virt heildstætt og í samhengi beinist hún, svo ekki verður um villst, að öllum forsetaframbjóðendunum og er ætlað að varpa ljósi á hve illskeytt umræða um þá getur orðið þar sem skoðanir þeirra og persónur eru oft mistúlkaðar eða ýktar.“ Róbert er að endingu spurður hvort það sé sérstakt áhyggjuefni að löglærður maður, fyrrverandi dómari, fari með þessum hætti í skopmyndateiknarann? „Það er áhyggjuefni að löglærður forsetaframbjóðandi, sem segist annt um tjáningafrelsið, skuli bregðast svona við þessari umræðu.“
Tjáningarfrelsi Dómstólar Fjölmiðlar Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Öllu frelsi fylgir ábyrgð, líka tjáningarfrelsinu Í mörg ár hef ég ritað greinar í blöð og tímarit til varnar frelsinu, þ.m.t. tjáningarfrelsinu. Þar hef ég alltaf lagt ríka áherslu á að öllu frelsi fylgir ábyrgð. 21. maí 2024 08:45
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Verið kallaður auðvaldssleikja og sósíalisti og allt þar á milli Halldór Baldursson, ástsælasti skopteiknari landsins fyrr og síðar, hefur sent frá sér myndasögu sem má teljast einstök í útgáfusögunni. Hún er allt í senn, leiftrandi fyndin, fróðleg og persónuleg í senn. 19. nóvember 2022 07:01