Efsti kylfingur á heimslista á yfir höfði sér fjórar ákærur Aron Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 13:07 Scottie Scheffler, efsti kylfingur á heimslista, hefur átt ansi erfiðan morgun. Hér er búið að taka af honum fangamynd eftir ansi ótrúlega atburðarás þar sem að Scheffler virti leiðbeiningar lögreglu á vettvangi banaslyss að vettugi. Scheffler á yfir höfði sér fjórar ákærur Vísir/Skjáskot Kylfingurinn Scottie Scheffler, efsti maður á heimslista, á yfir höfði sér fjórar ákærur í kjölfar þess að hann var handtekinn á vettvangi banaslyss í morgun eftir að hafa virt lokanir lögreglunnar að vettugi. Banaslysið átti sér stað rétt hjá Valhalla vellinum í Kentukcy þar sem að PGA meistaramótið í golfi er nú haldið. Það er The Athletic sem að greinir frá en ákærurnar eru eftirfarandi: Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Scheffler átti að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu núna rétt fyrir klukkan eitt en rástíma hans var hliðrað til. Scheffler er nú mættur aftur á Valhalla völlinn og er klár í að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu. Fyrr í morgun varð banaslys við Valhalla völlinn þar sem að PGA meistaramótið fer fram í þetta skipti Banaslysið varð til þess að keppni dagsins var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann, leiddu í handjárnum í burtu og fóru með hann á lögreglustöð. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler mætti til leiks á PGA meistaramótið í gær í góðu formi. Nýlega stóð hann uppi sem sigurvegari Masters og alls staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Upphafshöggi frestað vegna banaslyss skammt frá vellinum Frestun verður á upphafshöggi á öðrum mótsdegi PGA meistaramótsins eftir banaslys skammt frá Valhalla vellinum í Kentucky. 17. maí 2024 10:59 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er The Athletic sem að greinir frá en ákærurnar eru eftirfarandi: Annars stigs líkamsárás á lögreglumann Glæpsamleg hegðun af þriðju gráðu Gáleysislegur akstur Leiðbeiningar lögreglunnar virtar að vettugi Scheffler átti að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu núna rétt fyrir klukkan eitt en rástíma hans var hliðrað til. Scheffler er nú mættur aftur á Valhalla völlinn og er klár í að hefja annan hring sinn á PGA meistaramótinu. Fyrr í morgun varð banaslys við Valhalla völlinn þar sem að PGA meistaramótið fer fram í þetta skipti Banaslysið varð til þess að keppni dagsins var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann, leiddu í handjárnum í burtu og fóru með hann á lögreglustöð. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler mætti til leiks á PGA meistaramótið í gær í góðu formi. Nýlega stóð hann uppi sem sigurvegari Masters og alls staðið uppi sem sigurvegari á fjórum mótum undanfarna tvo mánuði. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Upphafshöggi frestað vegna banaslyss skammt frá vellinum Frestun verður á upphafshöggi á öðrum mótsdegi PGA meistaramótsins eftir banaslys skammt frá Valhalla vellinum í Kentucky. 17. maí 2024 10:59 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Upphafshöggi frestað vegna banaslyss skammt frá vellinum Frestun verður á upphafshöggi á öðrum mótsdegi PGA meistaramótsins eftir banaslys skammt frá Valhalla vellinum í Kentucky. 17. maí 2024 10:59