Er ungum mönnum sama um sjófólk? Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar 16. maí 2024 16:00 Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum pistli sparar Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ekki stóru orðin um hörundssára grunnskólakennara og fréttamenn, sem hann telur móðgast yfir smámunum. Þetta réttsýna fólk er víst svo sárlega móðgað að það sýður alveg upp úr hjá honum (leiðsögumanninum). Þrátt fyrir að skrifa um áhugavert efni með réttsýnina að leiðarljósi, þá fer Vala í óþarfa dúkkuleik með ímynduðum grunnskólakennurum og starfsfólki RÚV, sem hún segir að tilheyri „her“ sem „geldir íslenskuna“ og vilji „útrýma hinu hlutlausa karlkyni“. Verð ég sjálfkrafa stimplaður „móðgaður“ fyrir að andmæla þessum hugmyndum? Því miður er algengt að netverjar skapi sér ímyndaðan hóp af ímynduðum óvinum með ímyndaðar skoðanir, til þess að slást við sér til dægrastyttingar og úthellinga á alhæfingum og samsæriskenningum. Það er mannfjandsamlegt og dregur úr gildi annars venjulegra vangaveltna. Sá hópur sem vill „útrýma orðinu maður“ er ekki til. Ekki að ég sé mikið kurteisari, ég birti varla neitt nema í bræðiskasti gagnvart farsæld og velmegun blásaklausra möppudýra. Vala skrifar um tvennt sem ég er til í að ritdeila um. Annarsvegar að þessi þróun íslenskrar tungu sé til hins verra og hins vegar að sú þróun á sér stað vegna samsæris frjálslyndra íslenskukennara og starfsmanna RÚV. Æðrulausa og ígrundaða lesönd: Hver annar á að þróa tungumálið? Ólæsir drengir? Valhöll? Klón af Jónasi Hallgrímssyni? Íslenskumælandi rímarar sem hafa hingað til bara skapað nýyrði um dóp eða kynlíf? Það er varla hægt að reiða sig á þá, á meðan gramm af grasi kostar 4k og bitches vilja jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri! Íslenska er ávallt í stöðnunarhættu og er nú að renna úr höndum unga fólksins, sem vilja frekar hafa Youtube Kids á ensku í litlu skítugu lúkunum sínum. Kannski mun karlkynið fá upprisu þegar Iphone-soðnu börnin byrja öll að reka hlöðuvörp um karlmennsku og hvernig vistarbandið bjó til geggjað þjarkarfar (e. Grindset). En hvernig er hægt að tryggja að þau hlöðuvarpi á góðri íslensku? Kóranið kennir ímömum að gleðjast ef læti í börnum trufla helgihald, sömuleiðis má alveg vera gleðiefni ef eitthvert vill breyta íslenskunni. Það sýnir að ný kynslóð sé forvitin um hvernig gamalt tungumál getur passað í sinn raunveruleika. Er ekki eðlileg þróun í janfréttisparadís að nýjustu vendingar í tungumáli þess endurspegli jafnrétti kynjanna? Atómskáldin prófuðu að yrkja óbundin ljóð, sjálfstæðissinnar fældust frá notkun dönskuslettna og fólk er byrjað að brúka ókynjað mál í dag. Þegar Bubbi bjó til Ísbjarnarblús, móðguðust ekki einhverjir? Hvar væri íslenska í dag ef fólk hefði ekki áhuga á að laga hana að sér? Er ekki einmitt tilraunastarfsemi og þróun það sem heldur henni á lífi? Höfundur er bitch sem vill jafna verkaskiptingu í heimilisrekstri.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun