UEFA setur pressu á City Football Group Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2024 17:15 Manchester City er ríkjandi meistari en mun ekki verja titilinn í ár. Rob Newell - CameraSport via Getty Images UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári. City Football Group (CFG) er móðurfélag Manchester City og á 47 prósenta hlut í Girona. Samkvæmt reglum UEFA mega tvö félög undir sama eignarhaldi ekki leika í sömu keppni en bæði félög hafa tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Sambærileg mál á undanförnum árum Red Bull breytti eignarhaldi sínu á RB Leipzig fyrir tímabilið 2017-18 svo félagið gæti tekið þátt í Meistaradeildinni samhliða RB Salzburg. Red Bird Capital, sem á ítalska félagið AC Milan og franska félagið Toulouse, þurfti að sanna fyrir UEFA í fyrra að félögin væru rekin með algjörlega aðskildum hætti. Vandamál CFG er öllu stærra þar sem þeim hefur ekki tekist að sanna sérstöðu eða fjárhagslegt sjálfstæði fyrir UEFA. Möguleikar í stöðunni City Football Group standa því tveir möguleikar til boða. Þröskuldur UEFA miðast við 30 prósent eignarhlut og CFG gæti því annars vegar gætu þeir selt frá sér 17 prósent af 47 prósenta eignarhluti félagsins í Girona. Eða fært allan eignarhlut félagsins í sjálfstæðan fjárvörslusjóð skipaðan af UEFA. CFG ætti þannig áfram 47 prósent hlut í félaginu en myndi afsala sér stjórn og ákvarðanatöku. Fylgi CFG ekki settum reglum fyrir 3. júní verður annað hvort Girona eða Man. City að leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fari svo að Man. City verði Englandsmeistari fá þeir Meistaradeildarsætið, en ef Man. City og Girona enda bæði í 2. sæti, sem er enn möguleiki, þá fær Girona Meistaradeildarsætið sökum þess að spænska deildin er hærra sett á styrkleikalista UEFA. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
City Football Group (CFG) er móðurfélag Manchester City og á 47 prósenta hlut í Girona. Samkvæmt reglum UEFA mega tvö félög undir sama eignarhaldi ekki leika í sömu keppni en bæði félög hafa tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Sambærileg mál á undanförnum árum Red Bull breytti eignarhaldi sínu á RB Leipzig fyrir tímabilið 2017-18 svo félagið gæti tekið þátt í Meistaradeildinni samhliða RB Salzburg. Red Bird Capital, sem á ítalska félagið AC Milan og franska félagið Toulouse, þurfti að sanna fyrir UEFA í fyrra að félögin væru rekin með algjörlega aðskildum hætti. Vandamál CFG er öllu stærra þar sem þeim hefur ekki tekist að sanna sérstöðu eða fjárhagslegt sjálfstæði fyrir UEFA. Möguleikar í stöðunni City Football Group standa því tveir möguleikar til boða. Þröskuldur UEFA miðast við 30 prósent eignarhlut og CFG gæti því annars vegar gætu þeir selt frá sér 17 prósent af 47 prósenta eignarhluti félagsins í Girona. Eða fært allan eignarhlut félagsins í sjálfstæðan fjárvörslusjóð skipaðan af UEFA. CFG ætti þannig áfram 47 prósent hlut í félaginu en myndi afsala sér stjórn og ákvarðanatöku. Fylgi CFG ekki settum reglum fyrir 3. júní verður annað hvort Girona eða Man. City að leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Fari svo að Man. City verði Englandsmeistari fá þeir Meistaradeildarsætið, en ef Man. City og Girona enda bæði í 2. sæti, sem er enn möguleiki, þá fær Girona Meistaradeildarsætið sökum þess að spænska deildin er hærra sett á styrkleikalista UEFA.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira