Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 12:32 Myndbönd frá Belgorod sýna að hluti tíu hæða fjölbýlishúss hrundi. AP/Almannavarnir Rússlands Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Að minnsta kosti nítján eru sagðir særðir og er talið að lík muni finnast í rústunum. Björgunarstörf hafa reynst erfið í dag þar sem húsið hefur hrunið frekar en samkvæmt fréttum fjölmiðla í Rússlandi hefur engan björgunaraðila sakað vegna þess. AP fréttaveitan hefur eftir ríkisstjóra Belgorod-héraðs að aðrar árásir hafi verið gerðar á borgina. Einn hafi dáið í gær og 29 særst. Rússneskir miðlar segja björgunarfólk hafa þurft að leita sér skjóls vegna viðvarana um árásir á borgina. *video from SW sideVideo of the collapse of the roof pic.twitter.com/72u4dOCM6i— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Rússlandi halda því fram að húsið sem hrundi í morgun hafi orðið fyrir brotum úr eldflaugum sem skotnar voru niður yfir borginni. Þetta hefur ekki verið staðfest en Úkraínumenn hafa oft gert árásir á borgina áður. Þó bendir ýmislegt til þess að byggingin hafi mögulega orðið fyrir svokallaðri svifsprengju sem varpað hafi verið úr rússneskri herþotu. Rússar hafa notað þessar sprengjur mikið á undanförnum mánuðum. Þar er um að ræða gamlar en stórar sprengjur sem búnar eru vængjum og staðsetningarbúnaði. Þeim er varpað úr mikilli hæð og geta svifið tugi kílómetra áður en þær lenda á skotmörkum sínum. Video of the impact, explosion at the first floors pic.twitter.com/1hZWYl0Y4w— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Þetta hefur gert rússneskum flugmönnum kleift að varpa sprengjunum langt frá loftvörnum Úkraínumanna og valda sprengjurnar miklum skemmdum þegar þær lenda. Rússar hófu á dögunum áhlaup inn í Karkívhérað, frá Belgorodhéraði, og eiga bardagar sér stað á og við landamærin. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Rússar varpa sprengjum á Belgorod fyrir mistök. Sjá einnig: Hefja árásir nærri Karkív Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi í morgun, bendir til þess að sprengingin hafi orðið norðaustanmegin í byggingunni, sem er í samræmi við að svifsprengja sem hafi átt að lenda í Úkraínu hafi fallið til jarðar þar. Eldflaug frá Úkraínu hefði komið úr suðvestri. Þar að auki sýnir myndefni frá vettvangi í morgun að bílar á bílastæði norðanmegin við bygginguna eru verulega skemmdir en ekki bílar sunnan megin við húsið. Vehicles almost intact on the southern side and seriously damaged on the northern side pic.twitter.com/c5S1Ue8zqa— Liveuamap (@Liveuamap) May 12, 2024 Ráðamenn í Úkraínu hafa enn ekki tjáð sig um atvikið en það gera þeir sjaldan sem aldrei um sambærileg atvik og mögulegar árásir þeirra í Rússlandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira