Patrick til bjargar eftir klúður Gylfa og klaufamörk á Akranesi Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 09:59 Patrick Pedersen er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni í ár, og alls 104 mörk í efstu deild á Íslandi sem er met hjá erlendum leikmanni. vísir/Anton Viktor Jónsson og Patrick Pedersen eru tveir markahæstu leikmenn Bestu deildar karla í fótbolta og þeir voru báðir á skotskónum í gær þegar tveir leikir fóru fram í sjöttu umferð. Mörkin má nú sjá á Vísi. Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Viktor skoraði fyrsta mark ÍA í 3-0 sigrinum gegn Vestra, í nýliðaslagnum á Akranesi, og er nú kominn með sex mörk, flest allra í deildinni. Hann hafði áður mest skorað fimm mörk á einni leiktíð í efstu deild, í reyndar aðeins níu leikjum sumarið 2020, en raðað inn mörkum í næstefstu deild. Seinni tvö mörk ÍA mætti skrifa á mikinn klaufaskap Vestramanna en Johannes Vall skoraði það fyrra úr aukaspyrnu af löngu færi, án þess að William Eskelinen næði að verja. Síðasta markið kom þegar Guðfinnur Þór Leósson nýtti sér vandræði Vestra við að koma boltanum í burtu, til að skora sitt fyrsta mark í efstu deild. Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá í þessari frétt úr Sportpakkanum í gærkvöld. Á N1-vellinum að Hlíðarenda voru Valsmenn sterkari og unnu 3-1 sigur gegn KA. Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði fyrsta markið með skalla, eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Gylfi fékk tækifæri til að koma Val yfir á nýjan leik úr annarri vítaspyrnu, en Steinþór Már Auðunsson varði frá honum. Það kom þó ekki að sök fyrir Val því Patrick Pedersen skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þessi markahæsti, erlendi leikmaður í sögu efstu deildar hér á landi hefur þar með skorað 104 mörk, og er næstmarkahæstur í deildinni í ár með fimm mörk, einu færra en fyrrnefndur Viktor. Toppslagur á dagskrá í kvöld Sjöttu umferð Bestu deildar lýkur í dag þegar KR tekur á móti HK, Fylkir mætir Breiðabliki og Víkingur og FH mætast svo í toppslag. Leikirnir verða svo allir gerðir upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport annað kvöld.
Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15 Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Vítaklúður Gylfa kom ekki að sök Valur vann sinn annan sigur í röð í Bestu-deild karla er liðið lagði KA á heimavelli, 3-1. Gylfi Þór Sigurðsson misnotaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en það kom ekki að sök. 11. maí 2024 16:15
Uppgjörið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA lék í dag sinn fyrsta heimaleik á sínum aðalvelli, ELKEM vellinum, þegar Vestramenn komu í heimsókn í 6. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 3-0 sigri heimamanna. 11. maí 2024 15:57