Haltrandi Luka Doncic leiddi Dallas til sigurs og Boston tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 06:31 Luka Doncic fagnar körfu í sigri Dallas Mavericks í Oklahoma City í nótt. Getty/Joshua Gateley Það er allt jafnt í tveimur undanúrslitaeinvígum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir að Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers unnu bæði útisigra í nótt. Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Luka Doncic skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 119-100 sigur á Oklahoma City Thunder. Staðan er því 1-1 í einvíginu en þetta var fyrsti tapleikurinn hjá Thunder í allri úrslitakeppninni. Doncic haltraði um völlinn, tognaður á öðru hnénu og blóðugur á hinu. „Ég held að þetta hafi verið einn erfiðasti leikurinn sem ég þurft að spila. Ég er að berjast þarna úti á gólfinu til að reyna að hjálpa mínu liði að vinna,“ sagði Doncic eftir leikinn. Dallas fékk líka óvænta frammistöðu frá P.J. Washington sem var með 29 stig, 11 fráköst og hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Kyrie Irving var aðeins með 9 stig en gaf 11 stoðsendingar. Shai Gilgeous-Alexander var með 33 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar fyrir Thunder og Jalen Williams bætti við 20 stigum. Luka Doncic comes up big and P.J. Washington drops playoff career-highs across the board to lift the @dallasmavs to the Game 2 victory, tying the series 1-1!Luka: 29 PTS | 10 REB | 7 AST | 5 3PMP.J.: 29 PTS | 11 REB | 4 AST | 7 3PM#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/oiIy95lzOB— NBA (@NBA) May 10, 2024 Donovan Mitchell var með 29 stig, 8 stoðsendingar og 71 prósent þriggja stiga nýtingu (5 af 7) fyrir Cleveland Cavaliers sem jafnaði einvígið á móti Boston Celtics með 118-94 sigri í Boston. Celtics vann fyrsta leikinn með 25 stigum en það er ljóst á þessum úrslitum að Cleveland er sýnd veiði en ekki gefin í þessu einvígi. Þetta var fyrsti útisigur Cavaliers í þessari úrslitakeppni eftir að hafa unnið einvígið við Orlando Magic í fyrstu umferðinni í oddaleik. Mitchell fékk líka meiri hjálp en í fyrsta leiknum en í þriðja leikhluta skoraði hann sextán stig og Cleveland vann hann með tólf stigum, 36-24. Eftir það var liðið með gott tak á leiknum og vann að lokum öruggan sigur. Evan Mobley var með 21 stig og 10 fráköst fyrir Cavs og Caris LeVert kom með 21 stig inn af bekknum. Jayson Tatum skoraði 25 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 19 stig. Derrick White skoraði 25 stig í leik eitt en var bara með 10 stig og klikkaði á sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell, Evan Mobley and Caris LeVert come up HUGE in Game 2, combining for 71 PTS as the @cavs tie the series 1-1!Mitchell: 29 PTS | 7 REB | 8 AST | 5 3PMMobley: 21 PTS | 10 REB | 5 AST | 2 BLKLeVert: 21 PTS | 6 REB | 3 AST#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/yQLaTKqvjF— NBA (@NBA) May 10, 2024
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira