„Segir þeim að hætta þessu fokking rugli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Hann var þó sendur upp í stúku snemma í síðari hálfleik. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir að hafa fengið að líta rautt spjald gegn Breiðabliki í kvöld. Hans menn unnu sterkan 3-2 sigur þrátt fyrir að spila stærstan hluta seinni hálfleiks manni færri. „Þetta er léttir. Frammistaðan var hrikalega flott, sérstaklega eftir að við urðum einum færri,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við skapa mun hættulegri færi en Blikarnir og ég er bara ánægður að sigla þessu heim eftir að lenda í enn einum leiknum þar sem er verið henda okkur út af fyrir litlar sakir. Mér finnst í rauninni ótrúlegt að þessir fjórðu dómarar séu farnir að stjórna leikjum. Þetta er gjörsamlega galið.“ Þjálfarateymi Blika hafi æst upp í Adam Ægi Hann hafði þó ekki lokið sér af í ræðu sinni um dómgæsluna. „Þjálfari Breiðabliks er að biðja um að fá gult spjald á Adam Ægi og er mjög aggressívur við Gunnar [Odd Hafliðason, fjórða dómara]. Adam á einhver orðaskipti við þá og segir þeim í rauninni að hætta þessu fokking rugli og fyrir það fær hann gult spjald.“ „Hvert erum við komin? Hvað eru þeir að gera? Er þetta í lagi sem þeir eru að gera?“ spurði Arnar og átti þá við þjálfarateymi Breiðabliks. „Ég bara spyr. Mér finnst þetta orðið algjört rugl hvert þetta er komið. Þessi spjaldalæti sem eru í gangi. Við erum búnir að fá að kynnast því á móti Stjörnunni og svo aftur hér og mér finnst þetta rosalega litlar sakir. Menn verða að átta sig á því að þarna eru orðaskipti við þjálfara Breiðabliks, sem eru mjög aggressívir. Ég hélt að það mætti bara einn standa á hliðarlínunni, en þeir eru tveir, og það er ekkert gert í því. Þeir komust upp með að æsa leikmann upp og hann segir eitthvað við þá og það er nóg til að fá gult spjald. Hvert erum við komin? Fyrir mér er þetta algjört rugl,“ sagði Arnar. Sterkur karaktersigur Þegar Arnar fór svo að einbeita sér að sjálfum leiknum hafði hann ýmislegt jákvætt að segja um sína menn. „Það er mikill karakter í þessu liði og við sjáum bara karakterinn á móti Stjörnunni þar sem við áttum að jafna einum færri og vorum betri aðilinn í þeim leik. Ég held að við höfum fengið betri færi en Blikarnir hérna í seinni hálfleik og áttum að klára leikinn.“ „Lykilatriðið er að við kláruðum þetta og þetta eru virkilega mikilvæg stig fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í. Svo þurfum við bara að safna kröftum og aðeins að njóta núna. Svo er nýr dagur á morgun og nýr leikur á laugardaginn þannig þetta er ekki meira en það,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
„Þetta er léttir. Frammistaðan var hrikalega flott, sérstaklega eftir að við urðum einum færri,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við skapa mun hættulegri færi en Blikarnir og ég er bara ánægður að sigla þessu heim eftir að lenda í enn einum leiknum þar sem er verið henda okkur út af fyrir litlar sakir. Mér finnst í rauninni ótrúlegt að þessir fjórðu dómarar séu farnir að stjórna leikjum. Þetta er gjörsamlega galið.“ Þjálfarateymi Blika hafi æst upp í Adam Ægi Hann hafði þó ekki lokið sér af í ræðu sinni um dómgæsluna. „Þjálfari Breiðabliks er að biðja um að fá gult spjald á Adam Ægi og er mjög aggressívur við Gunnar [Odd Hafliðason, fjórða dómara]. Adam á einhver orðaskipti við þá og segir þeim í rauninni að hætta þessu fokking rugli og fyrir það fær hann gult spjald.“ „Hvert erum við komin? Hvað eru þeir að gera? Er þetta í lagi sem þeir eru að gera?“ spurði Arnar og átti þá við þjálfarateymi Breiðabliks. „Ég bara spyr. Mér finnst þetta orðið algjört rugl hvert þetta er komið. Þessi spjaldalæti sem eru í gangi. Við erum búnir að fá að kynnast því á móti Stjörnunni og svo aftur hér og mér finnst þetta rosalega litlar sakir. Menn verða að átta sig á því að þarna eru orðaskipti við þjálfara Breiðabliks, sem eru mjög aggressívir. Ég hélt að það mætti bara einn standa á hliðarlínunni, en þeir eru tveir, og það er ekkert gert í því. Þeir komust upp með að æsa leikmann upp og hann segir eitthvað við þá og það er nóg til að fá gult spjald. Hvert erum við komin? Fyrir mér er þetta algjört rugl,“ sagði Arnar. Sterkur karaktersigur Þegar Arnar fór svo að einbeita sér að sjálfum leiknum hafði hann ýmislegt jákvætt að segja um sína menn. „Það er mikill karakter í þessu liði og við sjáum bara karakterinn á móti Stjörnunni þar sem við áttum að jafna einum færri og vorum betri aðilinn í þeim leik. Ég held að við höfum fengið betri færi en Blikarnir hérna í seinni hálfleik og áttum að klára leikinn.“ „Lykilatriðið er að við kláruðum þetta og þetta eru virkilega mikilvæg stig fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í. Svo þurfum við bara að safna kröftum og aðeins að njóta núna. Svo er nýr dagur á morgun og nýr leikur á laugardaginn þannig þetta er ekki meira en það,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09